Össur fagnar ekki Ríó Tintó

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra fagnar ekki sölu Alcan til Ríó Tintó. Í útvarpsviðtali dró hann að vísu í land með það hvað fyrirtækið væri vont, fyrirtæki sem 57 breskir þingmenn kölluðu skeytingarlausasta og harðskeyttasta fyrirtæki í veröldinni (Draumalandið eftir Andra Snæ, bls. 191). Össur var ekki hrifinn af því að fá hingað fyrirtæki sem hefði verið í slag við náttúruverndarsamtök hvarvetna í heiminum. Össur telur varla vinnufrið í iðnaðarráðuneytinu fyrir fulltrúum álfyrirtækja og engin leið sé til að koma öllum þeim álbræðslum fyrir sem nefndar hafa verið. (Viðtal á rás 1, ruv.is, kl. 7:30 í morgun.)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: svarta

Ég hef heyrt að Hafnarfjörður hugsi sér að breyta nafninu á bænum í Ríó Tintó. Það er svo heimsborgaralegt. Eins og t.d. Rio de Janeiro,

svarta, 13.7.2007 kl. 10:13

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Eða Ríó Hafnó?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.7.2007 kl. 10:49

3 identicon

Hvað á Reykjanesbær þá að heita... Glitnir eða Reykjanes Grænn bær... ?

Alma 13.7.2007 kl. 13:17

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Reykjanes Green Town, auðvitað upp á ensku, eða Glitnir Green Town. Eða örnefni austan úr sveitum, t.d. Gullfoss Green Town, eða bara Geysir Green Town.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.7.2007 kl. 14:12

5 Smámynd: svarta

Fékkstu póstinn frá mér? Er einhver ruglingur á tölvupóstinum, en ég sendi þér abstract í dag. Þætti vænt um að þú létir mig vita ef þetta hefur skilað sér.

svarta, 13.7.2007 kl. 14:37

6 identicon

Ég vil að þeir breyti Reykjanesbæ yfir í bæjarheitið Reykjanes Private Capital Town. Nauðsynlegt er að breyta heiti bæjarins í þetta þar sem mikill "kraftur og þekking" er kominn í Hitaveitu Suðurnesja að sögn bæjarstjórans. Ég hef aldrei skilið af hverju einkafjármagn er með meiri "kraft" en opinbert fjármagn. Er peningur ekki bara gjaldmiðill?

Ólafur Örn Pálmarsson 14.7.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband