Fæðingarorlof og launamunur

Í fréttum frá Jafnréttisstofu kemur fram að karlar taki oftast nokkur styttri frí í fæðingarorlofi, en konur frekar samfellt frí. Ingólfur V. Gíslason hjá Jafnréttisstofu segir að þrátt fyrir lög um fæðingarorlof virðist vinnuveitendur líta á karlmenn sem verðmætari starfsmenn en konur. Hann segir: „Þetta bendir óneitanlega til þess að frítaka karlanna sé mun sveigjanlegri, og þá áreiðanlega að hluta til út frá þörfum þeirra vinnustaðar, þeir halda áfram að vera öruggari starfskraftur en konur". Skyldi þetta hafa áhrif á launamun? Og skyldi þetta áhrif á tengsl föður og barns? Væri ráð að jafna stöðuna þannig að ekki megi skipta fríinu svo mikið, upp í 18 skipti sem einn karl hefur gert, skv. upplýsingum Fæðingarorlofssjóðs í sömu frétt. Mér finnst ekki rétt að fórna sveigjanleika í frítöku en tímabært að lengja orlofið upp í a.m.k. eitt ár. Ég er sammála nafna mínum sem segir að nái foreldrar að hafa samfleytt fæðingarorlof frá fæðingu þar til barnið kemst í leikskóla sé líklegra að þeir skiptist á og taki báðir frekar samfelld frí til skiptis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit að þessi athugasemd á ekki beinlínis við þessa færslu en mig langar samt að setja hana hér því hún tengist "lunamuni kynjanna"

 Undanfarna mánuði er mikið búið að tala um meintan launamun kvenna og karla. Ég hefi séð hann skráðann allt frá 35% og niður á við. Nú vita allir sæmilega þenkjandi menn í nútíma samfélagi að tölfærði hefir enga merkingu án nákvæmrar skilgreiningar á hvað verið er að mæla. Ég hefi aldrei séð neina skilgreiningu á þessum launamun (og kalla ég hann því meintan launamun) og gruna ég menn um að nota mismunandi skilgreiningar og jafnvel að taka tölurnar úr lausu lofti með ályktunum.

Beiðni mín er því að annað hvort verði mér bent á góða skilgreiningu á  þessum meinta launamun og/eða að þú, hæstvirtur frændi minn, skrifir um hann sérstaklega sem tölfræðilegt fyrirbæri en ekki sem vopn í "kynjabáráttunni".

Dettifoss Bergmann 13.7.2007 kl. 12:03

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Nonni frændi. Nefnd á vegum forsætisráðuneytisins frá 2004 komst að þeirri niðurstöðu að konur fengju 72% af launum karla m.v. jafnlangan vinnutíma. Nú eru flestir sammála um að leiðrétta launamuninn út frá ólíkum starfsvettvangi, starfi, menntun og ráðningarfyrirkomulagi og þá telur sama nefnd að skýra megi 21-24% launamun með þessum þáttum. Eftir standi 7,5-11% munur sem megi skýra með því að hjónaband, barneignir og fleira hafi öðruvísi áhrif á karla og konur, sé sá munur sem eingöngu skýrist af kyni. Þorgerður Einarsdóttir dósent telur að starfsvettvangur ráðist af kyni og því sé óeðlilegt að leiðrétta fyrir honum. Launakönnun VR hefur sýnt nál. 15% mun (leiðréttan þannig karlar fái 15% hærri laun en konur) og hefur það lítið breyst í mörg ár.

Tölurnar eru sem sé mismunandi (og þær eru til en ekki gripnar úr lausu lofti) þótt engum hefur tekist að sýna fram á að launamunur sé ekki til staðar. Það er líka mismunandi hvort hann er settur fram þannig að karlar hafi hærri laun en konur eða hvort það er gert eins og ofangreind nefnd gerði. Síðan mun launamunur kynja vera meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu sem út af fyrir sig er athugavert. Vísa þér loks á 5. kafla í bókinni Karlmennska og jafnréttisuppeldi, sérstaklega frá bls. 65. Þar er svo vísað í betri heimildir um tölur og tölfræði.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.7.2007 kl. 14:23

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

mæli með að þið leitið uppi hina þekktu capacent könnun minnir að á bls 6 eða 8 sé buið að leiðrétta fyrur flestu en þær tölur hafa ekki notið neinnar frægðar i umfjölluninni. Enda kannski ekki þær tölur sem líklegt er til vinsælda að halda framm

Jón Aðalsteinn Jónsson, 13.7.2007 kl. 20:25

4 identicon

Þakka svörin.

Dettifoss Bergmann 16.7.2007 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband