Tíu þúsundasta flettingin

Ég hef ákveðið að senda þeim bloggsíðugesti gjöf sem kemst næst því að fletta síðunni minni í tíuþúsundasta skipti. Reglurnar eru að þeir eða þær sem vilja taka þátt í því að verða númer tíuþúsund senda "kvitt" við þessari bloggfærslu og þegar tíuþúsundustu flettingunni er lokið mun ég draga eitt nafn út af þeim sem hafa kvittað hér og líta þannig á að það hafi verið tíuþúsundasti gesturinn. Ef margir gestir kvitta dreg ég út tvö eða þrjú nöfn. Happy

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Lísa Jóhannsdóttir

Get ekki annað en kvittað ... hér á Suðurlandi er sól og blíða - yndislegt veður og helgi framundan. Ætla að skella mér í Þjórsárdal um helgina með góðu fólki, hlakka mikið til - góðar kveðjur  alma

Alma Lísa Jóhannsdóttir, 12.7.2007 kl. 10:37

2 Smámynd: svarta

Ég segi það sama ég stenst ekki mátið og kvitta.

svarta, 12.7.2007 kl. 10:51

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæl félagi, hér með kvitta ég fyrir mig, með kveðju úr henni, Reykjavík.

Kristín Dýrfjörð, 12.7.2007 kl. 11:33

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég má til með að reyna, enda hef ég aldrei verið tíuþúsandasti í neinu sem mér er kunnugt um, í það minnsta hefur engin látið mig vita. Kannski var ég tíuþúsundasti kúnnin í Bónus út á Nesi, kannski var ég tíuþúsundasta barnið sem fæddist með annað eyrað skakkt miðað við hitt.

Benedikt Halldórsson, 12.7.2007 kl. 13:02

5 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Þarna fórstu laglega með mig. Ef von er á vinning er ég mætt.  En ég fer reglulega inn á síðuna í kvöld svo ég komist örugglega næst þessu.

kv

Rósa

Rósa Harðardóttir, 12.7.2007 kl. 17:10

6 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Kvitta fyrir mig

Sveinn Ingi Lýðsson, 13.7.2007 kl. 09:29

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Jæja, komnar tíuþúsund flettingar. Sjö skráðu sig inn. Ég hætti við að loka kl. 8 í morgun enda ekki komnar tíuþúsund flettingar þá. Sigurvegarinn er Sveinn Ingi og hann fær eintak af bókinni Karlmennska og jafnréttisuppeldi. Aðrir fá þakkir fyrir að kvitta.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.7.2007 kl. 10:05

8 identicon

Ansans...er maður of seinn....það er svona að lesa ekki daglega

Eygló 14.7.2007 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband