Kúnstin að sitja á kaffihúsi

Yndislegur þáttur áðan í útvarpinu þar sem Sigurður Pálsson rithöfundur útskýrði hvernig hann lærði að vera á kaffihúsi í París. Reglan sem hann lærði var annaðhvort sú að staldra fremur stutt við eða setjast og vinna: Þú átt ekki að sitja of lengi því að orðið restaurant þýðir að hressa sig við … Þú átt að staldra hæfilega lengi við til að safna orku … og út aftur, ellegar sitja þar og vinna. Næstum því orðrétt eftir Sigurði – en hlustið bara á hann á vef RÚV næstu tvær vikurnar, byrjar á 27. eða 28. mínútu í þættinum Bókmenntir og landafræði.

Þetta minnir mig á að Te og kaffi á Akureyri er að flytja yfir Hafnarstrætið yfir í gamla KEA-húsið. Te og kaffi hefur verið kaffibar þar sem sannarlega er ekki hægt að vinna sitjandi á barstólum, en dásamlegt andrúmsloft fastakúnna, annarra gesta og barþjónanna flyst vonandi yfir götuna og blómstrar þar á nýjan hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Já nú skil ég þetta  - ég hef oft setið þangað til ég get ekki meir - og verð að fara drífa mig eitthvað. Mun hafa þetta í huga framvegis.

Valgerður Halldórsdóttir, 10.6.2007 kl. 15:04

2 identicon

Já - ég vona svo sannarlega að við fáum með þessum flutningi kaffihús svona í anda þeirra sem ég skrepp oft inn í þegar ég dvel í stórborgum úti í heimi. Uppáhaldsbókabúðin mín sem samansett er af bókabúð og kaffistofu er Waterstone í Edinborg. Mér finnst þessi blanda af bókum og eðalkaffi alveg nauðsynlegur og dásamlegur liður í bæjarferðum.

Anna Ólafsdóttir (anno) 10.6.2007 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband