Nýliðar í grunnskólakennslu og kynjasjónarhorn

Tvær rannsóknir voru gerðar á árunum 2017–2023 til að kanna hvernig nýbrautskráðum kennurum vegnaði í starfi og hvort og hvers konar áhrif kyn hefði. Sú fyrri var gerð með viðtölum við nýja kennslukarla og hin síðari með viðtölum við kvenkyns nýliða.

  • Báðar byggðar á raðviðtölum sem stóðu í tvö ár við hvern viðmælanda. Samtals var rætt við átta karla og ellefu konur í rannsóknunum.
  • Gögnum var safnað á árunum 2017–2020 í karlarannsókninni og 2021–2023 í kvennarannsókninni.
  • Ingólfur Ásgeir Jóhannesson stýrði rannsóknunum í samstarfi við fjóra aðra rannsakendur, það er einn lektor á Menntavísindasviði og þrjá grunnskólakennara. Tveir grunnskólakennaranna voru meistaranemar þegar þeir hófu þátttöku í rannsóknarverkefnunum og skrifuðu meistaraprófsritgerð með hliðsjón af hluta gagnanna.
  • Skrifaðar hafa verið fimm fræðigreinar og unnið er að minnsta kosti einni grein til viðbótar.
  • Ekki var um skipulagðan samanburð á hópunum tveimur að ræða. Þeir voru ólíkir – ekki bara kynið – heldur líka þannig að flestir karlarnir kenndu í 8.–10. bekk og flestar konurnar á yngsta stigi og miðstigi. Samanburður sem væri hægt að gera yrði því stundum samanburður á kennslu á ólíkum aldursstigum. Þá voru flestir viðmælendur í kvennarannsókninni komnir með eins til þriggja ára starfsreynslu eftir að kennaraprófi lauk, og setti það svip á niðurstöðurnar, en karlarnir nýliðar þótt sumir þeirra hefðu kennt annars staðar með náminu.

Hér má sjá skrá um ritgerðir og ritrýndar greinar: https://uni.hi.is/ingo/2025/01/20/nylidar-i-grunnskolakennslu-og-kynjasjonarhorn/

Nýlega var haldið málþing og hér upptaka frá því: https://vimeo.com/1073486827?share=copy#t=0

Hlaðvarp:

Menntavísindavarpið í október 2014 - https://open.spotify.com/episode/4qkC9nNMlm6CSigocSxHux


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Með fullri virðingu. Það færi betur ef þeir sem tjá sig um íslensk menntamál reyndu að gera það á íslensku.

Orðskrípið „kennslukarlar” er óhæfa úr smiðju HÍ Hí hí leikskólaakademíunnar. Á Íslandi starfa karlkennarar og þónokkrir kvenkennarar. Kynin eru ekki fleiri en tvö.

Hilmar Hafsteinsson 19.6.2025 kl. 09:17

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þetta er mjög slök athugasemd hjá þér, Hilmar. Það er ekki stakt orð á öðru máli en íslensku í minni færslu og orðið kennslukarl notaði ég fyrstur en ekki „leikskólaakademía“. (Nema þú getir sýnt mér að einhver annar en ég hafi notað orðið fyrir árið 2000.)

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.6.2025 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband