Efni
12.5.2007 | 19:34
Of langt á kjörstað?
Ég heyrði mjög leiðinlega frétt í dag um að það væri fólk sem væri í rauninni svipt kosningarétti með því að hafa aðeins einn kjörstað í öðrum enda gríðarstórs sveitarfélags. Þannig t.d. fólkið á Jökuldal þyrfti niður í Fellabæ - og ég býst við að með þessu séu þeir sem búa í langstærsta þéttbýliskjarnanum á Héraði, Egilsstöðum, líka hálfpartinn sviptir þeim möguleika að ganga til kjörstaðarins. Fyrir sveitafólkið, þá er byrjaður sauðburður og því getur ekki öll fjölskyldan farið í einu því að það þarf að sinna burðinum. Kosningar hér áður fyrr voru í júní en ekki á sauðburði. Svo ættum við kannski að kjósa fyrr á vorin áður en fólk leggst í ferðalög. Hef reyndar heyrt þetta á fleirum sem eiga langt í kjörstað að það er bara kosið á þéttbýlisstað í öðrum enda sveitarfélagsins. Það þarf að taka það mál rækilega til skoðunar. Kannski ætti að taka upp póstkosningar og skyldu til að kjósa eins og Ástralir sem sekta fólk fyrir að kjósa ekki (leyfa að vísu afsökunarbréf til að losna við sektina).
Á Akureyri kvartar svo fólk undan umferðaröngþveiti við kjörstaðinn; ég hef aldrei ekið hér á kjörstað svo ég veit ekkert um það. Kjörstaðurinn er á gamla vinnustaðnum mínum í Oddeyrarskóla frá 1975-1976. Mér finnst það svolítið flott - stofan sem kjördeildin mín er í var þó ekki til þá.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Sæll Ingólfur. Ég tel þetta full langt seilst að tala um sviptingu kosningaréttar. Auðveldlega er hægt að benda á utankjörfundaatkvæðagreiðslu í þessu sambandi til dæmis en hún stendur yfir í langan tíma og mjög líklegt að fólk á svæðinu geti kosið á þann hátt í tilfallandi ferðum á þeim tíma. Samgöngur í dag eru allt aðrar en fyrr og þetta með fríin að því er nú bara orðið þannig farið að Íslendingar eru farnir að taka frí allan ársins hring.
Ragnar Bjarnason, 12.5.2007 kl. 20:09
Þetta er jafnréttismál, það á ekki að vera margfalt erfiðara fyrir mig að skila atkvæði mínu heldur en einhvern annan með sama atvæðisrétt. Og þar breytir utankjörfundaatkvæðagreiðsla engu, það er jafn langt að komast á staðinn og ekkert sem réttlætir að ætla að ég þurfi í þéttbýlið. Lítið mál væri að keyra á sérinnréttaðri rútu um dreifbýlustu svæði landsins og stoppa á ákveðnum stöðum og opna kjörstað þar í klukkustund.
Pétur Björgvin, 12.5.2007 kl. 21:24
Talandi um fólk sem býr í hinum dreifðu byggðum landsins, þá velur fólk sér bústað með þeim kostum og göllum sem því fylgir.Það er langt í kjörstað, það er langt í verslun, og það er langt í flesta þjónustu. Á síðustu árum hefur þónusta við fólk sem svona býr farið minnkandi, t.d. eru mjólkurbílar hættir að taka sendingar til bænda frá verslunum í þéttbýlisstöðum. Reyndar hefur póstþjónustan að ég best veit batnað þannig að pósti er dreift nánast daglega.
Gísli 12.5.2007 kl. 23:07
Sælir, piltar, þakka ykkur athugasemdirnar. Ég veit ekki hvort fólkinu í dreifbýlinu í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði var ráðlagt það sem þú bendir á, Ragnar. Held að það sé ætlast til þess að ef þú ert heima á kjördag greiðir þú atkvæði á kjörfundi, en reyndar segir lagatextinn aðeins "sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi" (Lög um kosningar til Alþingis, 56. gr.). Það er líka fyrirhöfn að koma sér í utankjörfundaratkvæðagreiðsluna fyrir margt fólk. Mér gest að því að prufa hugmyndir Péturs.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 13.5.2007 kl. 08:21
Ég held þeir ættu nú að fara að koma þessum kosningamálum í þann farveg að hægt sé að kjósa rafrænt á netinu (fyrir þá sem það kjósa) svo fólk þurfi ekki að vera að æða út um allar tær og trissur oft um langan veg til þess eins að kjósa.
Eygló 13.5.2007 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.