Efni
2.5.2007 | 18:59
Frístundabyggð í Mývatnssveit
Umhverfisráðherra hefur í trássi við fagstofnanir sínar, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun, veitt heimild til frístundabyggðar í landi Voga í Mývatnssveit, líka í trássi við a.m.k. suma nágrannana ef marka má frétt DV í dag. Undanfarna áratugi hefur verið staðið fast á bremsunni gagnvart slíkri byggð við Mývatn og í nágrenni þess í þeim tilgangi að vernda vatnið og landið. Lögum um Mývatn og Laxá var breytt 2004 þannig að verndarákvæði um vatnið sjálft, ána og vatnasviðið eru nú mun sterkari en fyrr þ.e. ef farið væri almennilega eftir lögunum (sjá 4. gr.). Í lögunum er tekið fram að gera skuli verndaráætlun. Þar skal m.a. fjallað um nauðsynlegar verndaraðgerðir, friðlýsingu náttúruminja, landnýtingu, umferðarrétt almennings og aðgengi ferðamanna að svæðinu. Verndaráætlunin skal gerð í samvinnu við viðkomandi sveitarstjórnir, hagsmunaaðila og umhverfisverndarsamtök á svæðinu og stofnanir sem starfa lögum samkvæmt á sviði náttúruverndar, vatnsverndar og veiðinýtingar (6. gr.). Þessi verndaráætlun hefur ekki verið gerð. Án þess að það varði meira eða minna þessa tilteknu byggð, hef ég efasemdir um að leyfisveiting yfirleitt til frístundabyggðar eigi rétt á sér því að vatninu stafar hætta af aukinni byggð og umferð fyrir utan að mikil frístundabyggð getur skert umferðarrétt almennings. Verndaráætlun, sem er sama stjórntækið og á að gilda um Vatnajökulsþjóðgarð, á hins vegar að geta að hluta til komið í veg fyrir deilur um einstakar athafnir stjórnvalda. Því verður að krefjast þess af Umhverfisstofnun að ljúka hið snarasta við verndaráætlunina og af ráðuneytinu að reka á eftir henni við það. Og varla vilja sveitungar mínir, hvorki Vogungar né aðrir, standa í deilum hver við annan um einstök svæði.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
Alfreð Símonarson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Anna Þóra Jónsdóttir
-
Árni Gunnarsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Benedikt Sigurðarson
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bergþóra Gísladóttir
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Björn Barkarson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Dagbjört Ásgeirsdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Edda Agnarsdóttir
-
Einar Ólafsson
-
Elva Guðmundsdóttir
-
Eyþór Árnason
-
Friðrik Dagur Arnarson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Guðbjörg Pálsdóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðmundur Rafnkell Gíslason
-
Guðrún Katrín Árnadóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Hafsteinn Karlsson
-
Halla Rut
-
Heiða
-
Heimssýn
-
Helgi Már Barðason
-
Hermann Óskarsson
-
Héðinn Björnsson
-
Hilda Jana Gísladóttir
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ísdrottningin
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Jónas Helgason
-
Jón Baldur Lorange
-
Jón Bjarnason
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
J. Trausti Magnússon
-
Karl Tómasson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Ástgeirsdóttir
-
Kristín Dýrfjörð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Leikhópurinn Lotta
-
Margrét Sigurðardóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Morten Lange
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Rögnvaldardóttir
-
(netauga)
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólöf Ýrr Atladóttir
-
Paul Nikolov
-
Pétur Björgvin
-
Rósa Harðardóttir
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sindri Kristjánsson
-
Soffía Sigurðardóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Örn Viðarsson
-
Steinarr Bjarni Guðmundsson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
svarta
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Torfusamtökin
-
Toshiki Toma
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Vefritid
-
Viðar Eggertsson
-
Vilhjálmur Árnason
-
Villi Asgeirsson
-
Þarfagreinir
-
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
-
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
-
Þór Saari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Íslenskukennsla verði lögfest
- Þjóðin bregst við: Djöfull elska ég VÆB
- Guðrún: Við þurfum að endurheimta traust
- VÆB vann Söngvakeppnina
- Mæla ekki með því að borga
- Sýni að Evrópuríki séu að styrkja sig
- Endurgreiðslur yfir sex milljarðar
- Stór skjálfti í Bárðarbungu
- Tengslin hófust með barnsráni
- Ég er ekki lunkin í tamílsku
Erlent
- Hryðjuverk íslamista að sögn Macrons
- Trump rak æðsta yfirmann bandaríska hersins
- Páfa gefið blóð
- Mæri og Raumsdalur skáka Róm
- Hnífstunguárás í Frakklandi: Einn látinn og fimm sárir
- Áætlun árásarmannsins var að drepa gyðinga
- Segja börnin hafa verið drepin með berum höndum
- Lík Shiri Bibas komið til Ísrael
- Trump vildi ekki kalla Pútín einræðisherra
- Stunguárás við minnisvarða um helförina
Athugasemdir
Smá kveðja frá Suðurkjördæmi, er nú stödd við rætur Vatnajökuls - Höfn... það þarf víða að vera á varðbergi.....! Kærar baráttukveðjur Alma
Alma Lísa Jóhannsdóttir, 3.5.2007 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.