Kynjaverkaskipting stjórnmálaflokkanna

Í gærkvöldi opnaði ég sjónvarpið skömmu áður en umræðum um heilbrigðismál lauk. Þar ræddu fulltrúar sex stjórnmálaflokka og ræddu við fréttakonu Sjónvarpsins - þarna sátu fimm fulltrúar af kvenkyni fyrir flokkana og karlmaður fyrir Frjálslynda flokkinn. Eftir stutt hlé birtist fréttakarl Sjónvarpsins og sex karlar fyrir stjórnmálaflokkana og ræddu um skattamál. Það var eins og flokkarnir hefðu tekið sig saman um að skattamálin væru karlamál; er það kannski vegna þess að karlar hafa hærri laun og borga meiri skatt fyrir vikið? Mér finnst samt ekki að skattamál séu karlamál - frekar en jafnréttismál vera kvennamál. Ungur karlmaður í sal (ég tók ekki eftir því hvað hann heitir en sýndist hann merktur VG [ekki rétt hjá mér,  hann var merktur Samfylkingunni og heitir Steindór Grétar Jónsson]), sem fékk að spyrja spurningar, hafði orð á þessari kynjaverkaskiptingu; honum sé heiður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afar athygliverður punktur Ingólfur. Þetta sama birtist líka í sjávarútvegsmálum, þau virðast hafa tilhneigingu til að vera álitin karlamál.

Anna Ólafsdóttir (anno) 2.5.2007 kl. 11:46

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Vægast sagt var þetta slándi!

Edda Agnarsdóttir, 2.5.2007 kl. 17:37

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Vægast sagt var þetta sláandi!

Edda Agnarsdóttir, 2.5.2007 kl. 17:37

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hárrétt Ingólfur, það er einkennilagt að árið 2007 skuli málaflokkum enn vera skipt þannig að konurnar er settar í "mjúku" málin en karlarnir í fjármálin og sjávarútveginn! Það þarf að vinna markvisst að því að breyta þessu og sem betur fer hefur það tekist á ýmsum sviðum, en betur má ef duga skal. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.5.2007 kl. 18:15

5 Smámynd: Steindór Grétar Jónsson

Takk, takk, ég var reyndar merktur Samfylkingunni. :)

Steindór Grétar Jónsson, 2.5.2007 kl. 18:19

6 identicon

Góð og verð athugasemd, þetta er algengara en maður heldur, fyrr en maður fer að telja. Einhvertíman las ég rannsókn hjá Jafnréttisstofu um hversu oft og sem fulltrúi hvaða hóps kynin komu fram í fréttum og konur komu oftast fram sem listamaður, almennur borgari og fórnarlamb. Á meðan karlar komu oftast fram sem stjórnendur, sérfræðingar og eitthvað eitt sem ég man ekki lengur en í svipuðum gír.

Hilda Jana 7.5.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband