Hjónaband - samvist - forréttindi

Þjóðkirkjan hefur verið að velta því fyrir sér árum saman hvort hún eigi að láta sam- og gagnkynhneigt fólk njóta jafnræðis er að því kemur að gefa saman í hjónaband. Löggjafinn hefur ekki treyst sér til að setja löggjöf um slíkt jafnræði í trássi við þjóðkirkjuna. Gagn- og samkynhneigðir mannréttindasinnar hafa beðið; við höfum verið þolinmóð og umburðarlynd gagnvart kirkjunni - treyst því hún gerði rétt. Nú hefur það gerst að þjóðkirkjan hefur fellt tvær tillögur um málið en samþykkt eina: Prestum verður leyft að blessa samvist homma- og lesbíupara. Fellt var að vígja eða gefa saman. Fyrir okkur óinnmúruð í þjóðkirkjuna skiptir harla litlu hvort er blessað, vígt eða gefið saman. En fyrir trúaða homma og lesbíur mun það ekki vera svo. Formaður Samtakanna 78 bregst svo við fréttunum að það ætti að sameina löggjöfina um staðfesta samvist og hjúskap í eina. Auðvitað. Það eiga að vera sömu lög fyrir gagn- og samkynhneigða. En af hverju löggjöf um samvist eða hjónaband? Af hverju eiga pör að njóta lagalegra réttinda umfram annað fólk?

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1266393 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Sæll Ingólfur Ásgeir og takk fyrir þetta. Ég hallast æ meir að því að hjónavígsla eigi ekki að vera í höndum trúfélaga. Hvorki hjónavígsla gagnkynhneigðra né samkynhneigðra. Hjónavígslur eiga eingöngu að vera framkvæmdar af veraldlegu valdi, t.d. sýslumönnum. Þetta er framar öðru veraldlegur gjörningur. Síðan mega þeir hópar sem vilja, trúfélög, þjóðkirkja og aðrir trúarhópar, blessa þessi sambönd með sínum aðferðum eins og þeir vilja. Þessvegna saumaklúbbar og átthagafélög...

En hjónavísluvald á ekki heima hjá trúfélögum.

Viðar Eggertsson, 26.4.2007 kl. 10:01

2 Smámynd: Helgi Már Barðason

Já, kannski væri best að láta Átthagafélag Strandamanna og Kór Kvennadeildar Slysavarnafélagsins í Reykjavík bara sjá um þetta... :-)

Helgi Már Barðason, 26.4.2007 kl. 11:57

3 Smámynd: Viðar Eggertsson

já, það mætti alveg leyfa þeim að blessa hjón, ekkert að því. En hjónavígslan færi eingöngu fram hjá veraldlegu yfirvaldi.

Viðar Eggertsson, 26.4.2007 kl. 12:45

4 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Sammála Viðari

Þetta er t.d. gert þannig í Þýskalandi og þá þarf ekki að standa í að þessum deilum á þennan hátt.  Mér skilst að í athöfn (Giftingu,...) mæti fulltrúi sýslumanns og klári pappírsmálið. Þannig að það vald er þá ekki framselt til presta.  Af hverju ekki?  Þá eru allir jafnir fyrir lögum og kirkjur geta sett sínar reglur. Málið leyst.

kveðja

Sveinn 

Sveinn Valdimar Ólafsson, 26.4.2007 kl. 14:26

5 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Málið yrði ekki alveg leyst með því að taka hjónavíxlu af kirkjunni nema við hættum með þjóðkirkju. Ég er raunar á því að við ættum að leggja þjóðkirkjuna niður, þá geta þessir helgu menn snúist í kring um hvern annan í sínum fílabeinsturnum án þess að þjóðin þurfi að borga brúsann.  Hvað kostar það okkur á ári að hafa þjóðkirkju?

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 26.4.2007 kl. 14:32

6 Smámynd: Viðar Eggertsson

Sammála, við eigum auðvitað að skilja að kirkju og ríki. Kirjan er að vasast með mál sem koma að hinni almennu stjórnsýslu, eins og hjónabandsvígsla fólks. Hennar hlutverk í slíku "þarf" ekki að vera annað en blesun ef hún vill. Og svo mega auðvvitað allir blessa hjón sem það vilja og þeir sem hjón sækjast eftir til slíks..

Viðar Eggertsson, 26.4.2007 kl. 15:45

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta er fínn pistll Ingolfur. Ég er sammál Viðari um að þjóðkirkjan á ekki að sjá um hjónavíglur og ábending Sveins er góð. Málið er hægt að leysa með þessum hætti. Og svo á auðvitað að aðskilja ríki og kirkju. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 28.4.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband