Vinnuaflsskortur á Suðurnesjum

Blaðið skýrir frá því í dag á bls. 4 að mikil þensla og vinnuaflsskortur séu á Suðurnesjum og hefur eftir Kristjáni G. Gunnarssyni formanni Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis: "Í flugstöðina vantar tugi manna í vinnu ... Þá hefur lengi vantað iðnaðarmenn og sérþjálfaða byggingaverkamenn, þannig að það hefur verið flutt inn töluvert af vinnuafli". Þá kemur fram að aðeins 50 af rúmlega 700 sem unnu hjá hernum séu án vinnu í dag. Samt telur Kristján að til lengri tíma verði álver mannað með innlendu vinnuafli - 350 til 400 störf.

Aðalatriðið er þó þetta: Á að taka hvert einasta háhitasvæði á Reykjanesskaga alveg upp að Þingvallavatni og virkja það? Á að taka hvert einasta háhitasvæði í Þingeyjarsýslum og virkja það? Við viljum flýta gerð náttúruverndunaráætlunar og taka frá háhitasvæði. Mig grunar að þegar verndargildið hefur verið metið þá verði jafnvel um orkuskort að ræða í landinu - ef verður farið eftir niðurstöðum um mat á verndargildi. Á að flýta sér áður en verndargildið hefur verið metið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Á að taka hvert einasta háhitasvæði á Reykjanesskaga alveg upp að Þingvallavatni og virkja það?“

Já, og ef maður efast um glóruna í því kemur klisjan um endurnýtanlegu orkuna! Og ef maður efast enn er sektarkenndarafbrigðinu beitt: Hvað ætlarðu að segja fólkinu sem er búið að bíða allan þennan tíma og eygir nú loksins von um vinnu í sinni heimabyggð?

„Á að taka hvert einasta háhitasvæði í Þingeyjarsýslum og virkja það?“

Já, og ef maður efast um glóruna í því kemur klisjan um endurnýtanlegu orkuna! Og ef maður efast enn er sektarkenndarafbrigðinu beitt: Hvað ætlarðu að segja fólkinu sem er búið að bíða allan þennan tíma og eygir nú loksins von um vinnu í sinni heimabyggð?

Þetta fer að verða svona eins og í bíómyndinni Groundhog Day!

Anna Ólafsdóttir (anno) 25.4.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Það ætti að hætta við fleiri álver á Íslandi.

Pétur Þorleifsson , 28.4.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband