Vegagerð að Dettifossi

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins ávítar embættismenn í dag fyrir að halda vegagerð að Dettifossi frá hringveginum á Mývatnsöræfum í herkví. Hið rétta er að Vegagerðin bað Skipulagsstofnun um að meta tvær veglínur og var önnur þeirra, nálægt núverandi vegslóða samþykkt. Hin leiðin liggur meðfram Jökulsá og var hafnað vegna verulegra neikvæðra, varanlegra og óafturkræfra áhrifa á jarðmyndanir, landslag og ásýnd svæðisins. Á sínum tíma fögnuðu SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (sjá t.d. grein í Mogganum 28. ágúst 2006), og fleiri aðilar þessari niðurstöðu þar sem vegagerð svo nærri ánni gengur gegn markmiðum þess að stofna Vatnajökulsþjóðgarðs og vernda Jökulsá þar sem sjaldgæfar jarðmyndanir eru í hættu, bæði út af veginum og hættu á því að þær yrðu notaðar sem námur vegna vegagerðarinnar.  Ég hvet Vegagerðina, Skútustaðahrepp og aðra leyfisveitendur til að virða álit Skipulagsstofnunar og markmiðin með því að stofna Vatnajökulsþjóðgarð. Ég bið Moggann að ganga í lið með okkur í þessu máli sem hann hefur reyndar gjarna verið í baráttunni fyrir Vatnajökulsþjóðgarði. Og ef við viljum líta á þetta frá efnahagslegu sjónarmiði gengur vegur meðfram ánni mjög gegn markmiðum um gönguleið meðfram ánni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Af hverju er ekki nóg að byggja upp veginn sem fyrir er austan ár ?

Pétur Þorleifsson , 29.4.2007 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband