Efni
19.4.2007 | 20:48
Glæsileg Gljúfrastofa
Fór í Ásbyrgi í dag til að vera viðstaddur opnun Gljúfrastofu, gestastofu í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Ekki gat veðrið verið fallegra enda frusu saman vetur og sumar með glaðasólskini í dag. Gestastofan er í mynni Ásbyrgis rétt við veginn inn í Ásbyrgisbotn, norðaustan tjaldsvæðanna, skammt suður af versluninni. Hún er fjárhúsum og hlöðu sem voru byggð á 8. áratug síðustu aldar og höfðu verið aflögð sem slík - slík endurnýting húsa er til fyrirmyndar þar sem staðsetning er mjög góð.
Mikið fjölmenni var við opnunina, þ.á m. umhverfisráðherra, alþingismenn og mikið af nágrönnum þjóðgarðsins. Skemmst er frá að segja vel hefur til tekist við að setja upp fræðslusýningu og hvet ég alla gesti þjóðgarðsins til að koma við í gestastofunni. Í húsakynnunum eru einnig skrifstofur þjóðgarðsins. Við athöfnina færði Sigrún Helgadóttir - hún var fyrsti landvörður í þjóðgarðinum eftir stofnun hans 1973 - garðinum hornstein sem hún hefur varðveitt; steininn tóku vísindamenn af toppi fjallsins Eilífs sem markar suðvesturhorn garðsins og færðu Sigrúnu. Steinninn er nú kominn heim.
Einn skugga bar á þessa athöfn og það var sú staðreynd að ástæða þótti til að þakka Alcoa sérstaklega fyrir tíu milljón króna framlag sem afhent var á sl. ári. Slíkar þakkir heyra þó sögunni til því að umhverfisráðherra lýsti því yfir í Fréttablaðinu 11. nóvember sl. að við myndum ekki sjá göngustíg í boði Alcoa eða Landsvirkjunar" í hinum nýja Vatnajökulsþjóðgarði. Sem mótvægi færðu SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, gestastofunni eintak af Draumalandinu hans Andra Snæs að gjöf.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur
- 66 fórust í eldsvoða á skíðahóteli
- Gerðu árás á flóttamannabúðir á Vesturbakkanum
- Evrópa þarf nú að huga betur að varnarmálum
- Danir munu koma til
- Harma ákvörðun Trumps
- Lætur strax að sér kveða á fyrsta sólarhringnum
- Myndskeið: Kveðja Musk vekur athygli
- Í dag eru hjörtu okkar full af þakklæti
- Tíu fórust í eldsvoða á vinsælu skíðahóteli
Athugasemdir
Loksins er komin gestastofa í Gljúfrin og hún hlýtur að verða starfinu þar mikil lyftistöng, þó það eigi reyndar að undirstrika að skortur á slíkri aðstöðu hefur ekki komið í veg fyrir mikið og merkilegt starf í þjóðgarðinum. Sannarlega til hamingju Gljúframenn og aðrir náttúruunnendur. Með góðri aðstöðu er hægt að byggja enn traustari undirstöðu fyrir það mikilvæga starf sem unnið er í þjóðgörðum og friðum svæðum hér á landi. Það er bara sorglegt til þess að vita hvað stjórnvöld hafa í raun sýnt þessum málaflokki mikið tómlæti fram til þessa. Kannski er gott að kosningar eru á nokkurra ára fresti svo ráðaliðið (eða kannski ráðalausaliðið) dembi einhverjum peningum í brýn mál svo það geti látið mynda sig fyrir kosningabaráttuna. Þetta höfum við séð upp á síðkastð, bæði á landsvísu sem og í borginni. Það er bara ekki merkileg pólitík að fara um með kosningaplástra á málaflokka sem hafa hlotið takmarkaðan framgang, en sinna þeim síðan ómarkvisst og lítið í annan tíma. Við eigum að sjá sóma okkar í að standa myndarlega að náttúruvernd og landvörslu, það minnkar líkur á að land spillist, eykur gleði og upplifun gesta og eflir löngun þeirra til að vernda og varðveita náttúruauðlindir. Við eigum ekki að þurfa fjárframlög frá náttúruspillum á grænþvottaflippi. Við þurfum samt örugglega að skipta um ríkisstjórn til að fá meiri áherslu á umhverfismálin og öflugri skynsemi við ákvarðanatöku varðandi náttúru landsins.
Friðrik Dagur Arnarson 19.4.2007 kl. 21:48
Til hamingju Ingólfur og öll með Gljúfrastofu. Ég hlakka til að koma við í vor. Hver var það sem þakkaði Alcoa sérstaklega? Vandræðalegt og sorglegt í senn. Flott hjá ykkur að gefa góða bók bókasafn Gljúfrastofu. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 19.4.2007 kl. 22:14
Sínum augum lítur hver á silfrið. Hér er hægt að þakka fyrir sig (embrace) með athugasemd.
Pétur Þorleifsson , 20.4.2007 kl. 21:48
Frábært að fá þessar tengingar, Pétur - auk þjóðgarðsvarðar þakkaði umhverfisráðherra Alcoa fyrir peningana.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.4.2007 kl. 16:59
Ingólfur til hamingju með Gljúfrastofu og ekki síður með bloggið, mér líst mjög vel á og hlakka til að lesa bloggin þín.
Þorgerður Einarsdóttir 21.4.2007 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.