Efni
17.4.2007 | 21:27
Bílastæðið við Krossanesborgir
Fyrir örfáum misserum voru Krossanesborgir norðan Akureyrar friðlýstar sem fólkvangur og hefur verið unnið að gerð göngustíga og skilta og fleira gert til að fólk geti notið náttúrunnar. Hluti fólksvangsins er lokaður umferð fólks á varptíma fugla, einkum votlendið. Sérlega gaman er að rölta um Krossanesborgirnar skömmu eftir að varptíma lýkur.
Nú hefur svo ólánlega - að ekki sé fastar að orði kveðið - tekist til að nýtt bílastæði fyrir gesti fólkvangsins hefur verið gert í jaðri mýrarinnar beint sunnan Hundatjarnar og grafnir skurðir til að þurrka það upp. Þetta mun hafa slæm áhrif á vatnsbúskap mýrarinnar auk þess sem bílastæðið er að hluta undir vatni og nýtist þá eflaust síður sem bílastæði - sem er í besta falli grátbroslegt en þó einkum óþægilegt. Þar að auki þarf að brúa skurðinn til að gestir komist í fólkvanginn og hætta er á að sú umferð verði of nálægt varpsvæðinu. Nýja bílastæðið er skammt frá Bykóbúðinni á leiðinni norður úr bænum.
Í raun og veru sýnist hér um að ræða algera svívirðu - þvert á góðar fyrirætlanir bæjaryfirvalda með því að ná fram friðlýsingunni. Var alls ekki hægt að setja bílastæðið upp í móann nokkrum tugum metra nær þjóðveginum?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Æ, aulalegt. Hvaða hagsmunir eru þarna á bakvið?
Þorvaldur Örn 17.4.2007 kl. 21:58
Alveg er ég hjartanlega sammála þér Ingólfur. Verandi AKP (aðkomupakk) er ég er svo sem ekki mjög kunnug Krossanesborgum af eigin raun en tveir nemar á leikskólabraut skrifuðu hjá mér lokaritgerð í fyrra um Krossanesborgir og á hvern hátt megi nýta svæðið ti l grenndarkennslu. Sú ritgerð fræddi mig um það að þarna er náttúruperla sem vert er að hlúa að og láta ekki svona mistök koma fyrir.
Eygló 17.4.2007 kl. 21:58
Sammála þér. Stundum finnst mér ákvarðanir sem teknar eru í umhverfismálum bera vott um litla ígrundun og það er stundum eins og fólk nái einhvern veginn ekki að sjá heildir. Mér finnst þetta ferli dæmigert fyrir slíkt klúður.
Anna Ólafsdóttir (anno) 17.4.2007 kl. 23:39
Bílastæði og aðkoma. Þessi aðkoma að Krossanesborgum er mjög vandlega valin. Til stóð að stór tengibraut yrði á þessum stað, Síðubraut en hún var færð frá staðum en eftir var skilin aðkoma og bílastæði þar sem verður girt og aðkoman merkt og girt. Með því að fella niður Siðubraut sem þarna átti að liggja var ýmsu bjargað. Hundatjörn er skert frá gamalli tíð og vatn þar er um meter lægra en í upphafi. Til stendur að loka þeim skurðum sem eru til norðurs og endurheimta upphaflega vatnshæð. Göngustígar verða lagðir frá þessu bílastæði og nýju aðkomu. Gamla aðkoman frá Hörgárbraut Þjóðvegi 1 er aflögð enda þar gríðarleg slysahætta eins og þeir vita sem hana þekkja. Krossanesborgir eru friðlýstur fólkvangur og ber undirritaður nokkar ábyrgð á að sá gjörningur gekk eftir. Verið er að vinna að deiliskipulagi borganna og í þeirri vinnu verður haft samráð við alla helstu sérfræðinga þar á meðal fuglafræðinga. Rannsóknir á fuglalífi eru gerðar þarna á fimm ára fresti og næsta skoðun er 2007. Þarna eru menn að vanda sig mjög og ljóst er að þarna verður aldrei byggt sem er stórkostlegur sigur i landleysi Akureyrar og skorti á byggingarlandi til lengri framtíðar. Borgirnar eru perla sem flestum eru lokaðar og ókunnar í dag en það vonandi breytist og þarna mun kynslóðir Akureyringa njóta útvistar og návistar við náttúru um ókomna tíð.
Jón Ingi Cæsarsson, 19.4.2007 kl. 02:37
Ég þakka Jóni Inga góðar ábendingar og viðbætur um fólkvanginn og er sammála því öllu, líka því að gamla bílastæðið hafi verið á óviðunandi stað. En skil samt ekki hvers vegna bílastæðið er grafið niður í mýrina í stað þess að vera sett í móann rétt hjá sem sýnist hafa minna friðunargildi en mýrin sem er ræst að hluta til að koma bílastæðinu fyrir.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.4.2007 kl. 10:12
Þú veist hvernig þetta er Ingólfur - held þetta sé heilkennið bíllinn er yfirhöfn - við keyrum í sund eða í líkamsræktina til að reyna svolítið á, við viljum fá bílastæði inn í miðri Öskjuhlíð eða alveg út í Elliðarárhólma (þú veist svona borgarbarn eins og ég), allt svo við þurfum nú ekki að reyna óþarflega mikið á okkur til að njóta náttúrunnar. Eru Norðlendingar ekki bara haldnir sama heilkenni?
Kristín Dýrfjörð, 19.4.2007 kl. 20:39
Hæ Kristín, ég er svo heppinn að búa nægilega nálægt Krossanesborgum til að geta gengið þangað (15-20 mín. hvora leið) - vilja helst ekki aka þangað. Ég held reyndar að það þurfi að vera bílastæði við Krossanesborgir, eins og ég nota einstöku sinnum bílastæði við Naustaborgir eða Kjarnaskóg, þótt ég gangi þangað stundum líka. Og ef ekki væri flugvöllur í Vatnsmýri væri þar kannski lítið eftir af náttúrunni
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.4.2007 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.