Efni
16.4.2007 | 15:01
Nýja ríkisstjórn í vor!
Í morgun heyrði ég Baldur Þórhallsson prófessor halda því fram að trúverðugleiki vinstri grænna hefði aukist með því að Samfylkingin léði máls á kaffibandalaginu svokallaða. Trúverðugleiki vinstri grænna kemur nú fyrst úr fremst úr þeirri pólítík sem flokkurinn hefur mótað og sett fram en ekki frá Samfylkingunni eða öðrum flokkum og ég hlýt því að vera ósammála Baldri hvað þetta varðar. Samt sem áður er það næstum örugglega rétt að tilurð hins mjög svo óljósa bandalags kennt við kaffiboð jók trúverðugleika vinstri grænna, þar sem flokkurinn hefur verið ötull að lýsa því yfir sem fyrsta og að miklu leyti eina viti borna valkosti stjórnmála að stjórnarandstaðan sameinist og myndi nýja ríkisstjórn, sbr. VINSTRI GRÆN - HREINAR LÍNUR. Samfylkingin hefði átt að nýta sér þetta bandalag betur með sams konar yfirlýsingum - og hafi ég tekið rétt eftir var það Verkamannaflokkurinn í Noregi sem græddi á fyrir fram yfirlýsingu fyrir tveimur árum um samsteypustjórn með Sósíalíska vinstri flokknum og Miðflokknum en ekki sósíalistarnir. Ég hef trú á því að vinstri græn og Samfylkingin nái hreinum meirihluta í vor eins og stöku skoðanakönnun hefur leitt í ljós að gæti gerst - ef flokkarnir lýsa yfir fyrirætlun um samvinnu með eða án annarra flokka, og í því efni stendur meira upp á Samfylkinguna. Við í vinstri grænum erum tilbúin til að taka áhættuna af því fylgi Samfylkingarinnar aukist við þetta - ef við fáum nýja ríkisstjórn!
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Landsliðsmarkvörðurinn til Skotlands
- Víkingur spilar í Finnlandi
- Óvænt frá City til United?
- Risastórt verkefni Alfreðs
- Sigurður vann eina ferðina enn
- Söguleg endurkoma New Orleans
- Í liði vikunnar í Hollandi
- Margrét Lára: Ekki í tísku að vera nía í dag
- Myndi deyja fyrir Liverpool
- Dýnamíska dúóið enn í stuði
Athugasemdir
Getur hugsast að Samfylkinguna langi ekki í ríkisstjórn með okkur vinstri grænum?
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.4.2007 kl. 23:06
Í alvöru, langar einhvern flokk í stjórn með VG? Auðvitað ekki, þetta er öfgaflokkur frá helvíti. Forsjárhyggjan holdi klædd, ekki er bara verið að boða netlöggu, nú er það líka launalöggan sem á að geta gert rassíu í launabókhaldi fyrirtækja og ákveðið hvað hverjir eiga að fá í laun.
Auðvita vill enginn alvöru stjórnmálaflokkur samstarf við þessi öfgasamtök háskólamenntaðra millistéttarbótaþega. Hvaða heilvita manni dytti í hug að treysta einhverjum frústreruðum kennaramenntuðum kellingum, vonlausum listaspírum og undir meðallagi greindum félagsfræðingum fyrir stjórnun landsins?
En það verður að hrósa bótaþegunum og afætunum fyrir nafngiftina "vinstri-græn". Nafngift sem virkar ótrúlega víðfem fyrir hagsmunasamtök aumingja sem hafa ekkert fram að færa annað en eigið getuleysi og vanþroska.
Þrándur 20.4.2007 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.