Nýja ríkisstjórn í vor!

Í morgun heyrði ég Baldur Þórhallsson prófessor halda því fram að trúverðugleiki vinstri grænna hefði aukist með því að Samfylkingin léði máls á kaffibandalaginu svokallaða. Trúverðugleiki vinstri grænna kemur nú fyrst úr fremst úr þeirri pólítík sem flokkurinn hefur mótað og sett fram en ekki frá Samfylkingunni eða öðrum flokkum og ég hlýt því að vera ósammála Baldri hvað þetta varðar. Samt sem áður er það næstum örugglega rétt að tilurð hins mjög svo óljósa bandalags kennt við kaffiboð jók trúverðugleika vinstri grænna, þar sem flokkurinn hefur verið ötull að lýsa því yfir sem fyrsta og að miklu leyti eina viti borna valkosti stjórnmála að stjórnarandstaðan sameinist og myndi nýja ríkisstjórn, sbr. VINSTRI GRÆN - HREINAR LÍNUR. Samfylkingin hefði átt að nýta sér þetta bandalag betur með sams konar yfirlýsingum - og hafi ég tekið rétt eftir var það Verkamannaflokkurinn í Noregi sem græddi á fyrir fram yfirlýsingu fyrir tveimur árum um samsteypustjórn með Sósíalíska vinstri flokknum og Miðflokknum en ekki sósíalistarnir. Ég hef trú á því að vinstri græn og Samfylkingin nái hreinum meirihluta í vor eins og stöku skoðanakönnun hefur leitt í ljós að gæti gerst - ef flokkarnir lýsa yfir fyrirætlun um samvinnu með eða án annarra flokka, og í því efni stendur meira upp á Samfylkinguna. Við í vinstri grænum erum tilbúin til að taka áhættuna af því fylgi Samfylkingarinnar aukist við þetta - ef við fáum nýja ríkisstjórn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Getur hugsast að Samfylkinguna langi ekki í ríkisstjórn með okkur vinstri grænum?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.4.2007 kl. 23:06

2 identicon

Í alvöru, langar einhvern flokk í stjórn með VG?  Auðvitað ekki, þetta er öfgaflokkur frá helvíti. Forsjárhyggjan holdi klædd, ekki er bara verið að boða netlöggu, nú er það líka launalöggan sem á að geta gert rassíu í launabókhaldi fyrirtækja og ákveðið hvað hverjir eiga að fá í laun.

Auðvita vill enginn alvöru stjórnmálaflokkur samstarf við þessi öfgasamtök háskólamenntaðra millistéttarbótaþega.   Hvaða heilvita manni dytti í hug að treysta einhverjum frústreruðum kennaramenntuðum kellingum, vonlausum listaspírum og undir meðallagi greindum félagsfræðingum fyrir stjórnun landsins?

En það verður að hrósa bótaþegunum og afætunum fyrir nafngiftina "vinstri-græn".  Nafngift sem virkar ótrúlega  víðfem fyrir hagsmunasamtök aumingja sem hafa ekkert fram að færa annað en eigið getuleysi og vanþroska.

Þrándur 20.4.2007 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband