Yfirlýsing um kynjajafnréttisfræðslu

Til þeirra er málið varðar

Á Íslandi hefur verið kveðið á um kynjajafnréttisfræðslu í skólakerfinu allt frá setningu fyrstu jafnréttislaganna árið 1976. Þetta ákvæði jafnréttislaga hefur verið styrkt jafnt og þétt og er 23. grein núverandi laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 um menntun og skólastarf yfirgripsmikil og leggur umtalsverðar skyldur á skólakerfið. Þessar skyldur eru sérstaklega undirstrikaðar í aðalnámskrá allra skólastiga frá 2011 þar sem kynjajafnrétti er sterkur þáttur í grunnþættinum jafnrétti.

Engu að síður sýna rannsóknir að staða kynjajafnréttisfræðslu í skólum er veik og á það við um öll skólastig. Árangur af fjögurra áratuga sögu jafnréttislaga á þessu sviði virðist því allsendis ófullnægjandi og brýn þörf á fræðslu. Rannsóknum í kynjafræði og skyldum fræðigreinum hefur fleygt fram og úr miklu efni er að moða.

Við undirrituð, kennarar og sérfræðingar í kynjafræði, hvetjum til þess að 23. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla um að nemendur á öllum skólastigum skuli hljóta fræðslu um jafnréttismál verði virt.

Reykjavík 23. febrúar 2015

Berglind Rós Magnúsdóttir, lektor við uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands

Guðný Guðbjörnsdóttir, prófessor við uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands

Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við kennaradeild Háskóla Íslands

Steinunn Helga Lárusdóttir, dósent við uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands

Þórdís Þórðardóttir, lektor við uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands

Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband