Lífsfylling

Út er komin bókin Lífsfylling - nám á fullorðinsárum eftir samstarfskonu mína Kristínu Aðalsteinsdóttur prófessor við Háskólann á Akureyri. Í bókinni segja konur og karlar, sem lokið hafa meistaranámi í menntunarfræði í háskólum, hér á landi eða erlendis, frá reynslu sinni af náminu; áhugahvötinni, kennslunni og leiðsögninni sem þau fengu, hvernig þeim leið á meðan á náminu stóð og hvaða ávinning þau höfðu af náminu.

Í bókarkynningu segir Kristín: "Vitað er að auðlind hins fullorðna manns er lífsreynslan, hún er það afl sem knýr fólk til að takast á við ný og ögrandi viðfangsefni. Í bókinni er gerð grein fyrir því hvað nám felur í sér, rakin söguleg þróun náms á fullorðinsárum og fjallað um kenningar fræðimanna um námsleiðir sem henta fullorðnu fólki fremur en yngra fólki eða börnum. Gerð er grein fyrir hlutverki kennara, kennslu og námskenningum sem geta verið lykill að farsælu námi og fjallað um áhugahvötina og tilfinningar sem geta ráðið því hve mikið úthald og örvun fólk hefur til að láta hugmyndir sínar eða verk verða að veruleika."

Ég er búinn að skoða þessa bók og líst afar vel á hana. Það er óhætt að veita þessari bók sem kostar 4500 kr. hjá höfundi (kada@unak.is eða sími 866 5915 ) athygli. En auk þess fæst hún í bókabúðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband