Unga fólkið og klámmenningin: kynfrelsi eða kynfjötrar?

Félagsfræðingafélag Íslands (http://www.felagsfraedingar.is/) og MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna (http://mark.hi.is/halda málþing að Grand Hótel 28. febrúar kl. 8:00.

Unga fólkið og klámmenningin: kynfrelsi eða kynfjötrar?

Hvernig birtast kynin okkur í samfélaginu? Jafnrétti kynjanna er ofarlega í opinberri umræðu og undanfarið hefur verið rætt um birtingarmyndir kynjanna í samfélaginu, t.d. í félagslífi framhaldsskólanna. Félagsfræðingafélag Íslands og MARK standa fyrir málþingi þann 28. febrúar að Grand Hótel í Reykjavík. Á málþinginu verða þrjú innlegg fræðimanna og pallborðsumræður í lokin.

Þorbjörn Broddason prófessor mun opna málþingið og fjalla um áhrif umhverfisins í félagsmótun ungmenna.

Gyða Margrét Pétursdóttir kynjafræðingur mun vera með erindi um karlmennsku og kvenleika.

Bára Jóhannesdóttir félagsfræðingur mun fjalla um birtingarmyndirnar kynjanna, meðal annars í fjölmiðlum.

Að loknum erindunum verður boðið upp á pallborðsumræður þar sem koma að einstaklingar frá ýmsum sviðum menntakerfisins. Með málþinginu vill Félagsfræðingafélag Íslands og MARK stuðla að samtali milli skólastjórnenda, fræðimanna og foreldra um ábyrgð samfélagsins og fjalla um hvernig samskipti kynjanna geti verið þannig að virðing sé borin fyrir öllum einstaklingum. Þar gefst skólastjórnendum og foreldrum tækifæri til að ræða hvort og hvernig best er að taka á málunum. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Almennt þátttökugjald er 3.000 kr. en 2.000 kr. fyrir félagsmenn í Félagsfræðingafélagi Íslands. Innifalið er morgunverðarhlaðborð.

Mikilvægt að skrá sig til að tryggja nægjanlegan sætafjölda.
Skráning fer fram hér:

https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?fromEmail=true&formkey=dEJDeWhwTWtSUnpEV2hBd0FLb0xUZ2c6


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ætti t.d. stofnun eins og rúv að senda þætti eins og Millenium inn í stofur allra landsmana á okkar kostnað?

Jón Þórhallsson, 18.2.2013 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband