Kúrdískir og norskir foreldrar

Samanburðarrannsókn á viðhorfum og þátttöku foreldra í skólagöngu barna sinna i alþjóðlegu, fjölmenningarlegu samhengi

31. janúar kl. 16-17 heldur Dr. Ingibjörg K. Jónsdóttir erindi í stofu K-204 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð

Erindið fjallar um rannsókn höfundar sem fólst í samanburði á þremur hópum foreldra: kúrdískra foreldra í Kúrdistan i norðurhluta Íraks, norskra foreldra sem eru fæddir og uppaldir i Noregi og kurdískra foreldra sem hafa flutt til Noregs og sest þar að. Meginumfjöllunarefnið er hvað gerist í fjölmenningarlegu evrópsku samfélagi eins og Noregi og í skólakerfinu þegar fólk flytur þangað frá fjarlægari menningarheimum.

Ingibjörg K. Jónsdóttir hefur lokið B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands, meistaraprófi í sérkennslufræðum frá New Jersey City University og doktorsprófi í menntunarfræðum frá St Johns University í New York. Hún hefur meðal annars starfað sem grunnskólakennari í Íslandi og Noregi og starfar nú sjálfstætt sem ráðgjafi að menntamálum.

Erindið er haldið á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs og Rannsóknarstofu í fjölmenningarfræðum og eru allir velkomnir.

Vefslóðir rannsóknarstofanna eru:

http://rannskolathroun.hi.is/

http://stofnanir.hi.is/fjolmenning/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband