Er rétt að fagna Rammaáætlun?

Ég fagna því að Jökulsá á Fjöllum, Norðlingaölduveita, hluti Hengilssvæðisins, Geysir, Kerlingarfjöll og Gjástykki skuli hafa verið sett í verndarflokk í svokallaðri rammaáætlun – ásamt fáeinum öðrum svæðum. Ég fagna að líka að Jökulsárnar í Skagafirði, Skjálfandafljót, neðri hluti Þjórsár, Hólmsá og fleiri svæði skuli ekki hafa verið sett í nýtingarflokk – þá er hægt að berjast fyrir því að ekki verði virkjað á öllum þessum stöðum eins og virkjunaröflin vilja.

Ég harma mjög mikið að Bjarnarflag og Þeistareykir í Þingeyjarsýslu og hversu mörg svæði á Reykjanesskaga eru komin í nýtingarflokk – fullkomið veiðileyfi á þau svæði.

En svarið við því hvort beri að fagna henni er samt ekki mjög skýrt - það fer dálítið eftir hvort það tekst að verja svæðin sem fóru í biðflokk.

Hér er áætlunin: http://www.althingi.is/altext/141/s/0892.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband