Nöfn stjórnmálaflokka ógagnsæ

Nöfn stjórnmálaflokka eru nú ekki öll gagnsæ, t.d. er Sjálfstæðisflokkurinn ekkert ótrúlega gagnsætt, enda oft kallaður Íhaldið eftir öðrum af tveimur flokkum sem gengu þar inn 1929. Og ekki er Samfylkingin sérlega gagnsætt heiti.

Nokkur ný met hafa þó verið slegin núna í einu: Dögun, Björt framtíð og Samstaða. Segja ekkert um stefnu eða starfshætti flokkanna - ekki einu sinni að þetta séu stjórnmálaflokkar, gætu jafnvel verið tölvufyrirtæki. Og eftir atvikum gersamlega villandi eins og flokkurinn sem hefði getað heitið Samstöðuleysi. Ógagnsæið hefur þó ekki komið í veg fyrir að íhald og kratar yrðu kosnir. Framsókn var einu sinni lýsandi fyrir stefnu flokksins, a.m.k. svo lengi sem ég studdi flokkinn (þar til ég var 15 ára).

Vinstri græn er eiginilega eina nafnið sem er nálægt því sem flokkurinn stendur fyrir þótt við stöndum reyndar líka fyrir róttækan femínisma. Sem heitir fullu nafni Vinstri hreyfingin - grænt framboð, ekki beinlínis lipurt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lof mér að einfalda:

Sjálfstæðisflokkur: Sósíal demókratar

Framsókn: Þjóðernissósíalistar

Samfylking: Anti-demokratískir International-sósíalistar

VG: Kommúnsitar (mest líkt Marxistum, sýnist mér)

Með nýju flokkana verð ég bara að treysta stefnuskránum:

Dögun: Sósíal demókratar

Björt framtíð: popúlistar (? það er ekkert vit í heimasíðunni þeirra)

Samstaða: Sósíal demókratar

Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2012 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband