Tvítugt tímarit

Í tilefni af 20 ára afmæli tímaritsins Uppeldis og menntunar þann 26. nóvember nk. er boðið til stuttrar dagskrár í húsakynnum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þann dag og hefst dagskráin kl. 17.00. Þegar dagskránni er lokið er gestum boðið í afmælisköku. Heiðursgestur er Jónas Pálsson, fyrrverandi rektor Kennaraháskóla Íslands, en fyrsta hefti tímaritsins var á sínum tíma afmælisrit honum til heiðurs á sjötugsafmæli hans þann 26. nóvember 1992.

Dagskrá:

Opnun Ingólfur Ásgeir Jóhannesson ritstjóri Uppeldis og menntunar

Ávarp Jón Torfi Jónasson forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Ávarp Ragnhildur Bjarnadóttir fyrsti ritstjóri Uppeldis og menntunar

Heiðursgesturinn ávarpaður Börkur Hansen prófessor

Fyrsta eintak nýjasta heftis tímaritsins afhent heiðursgestinum Ritnefnd Uppeldis og menntunar

Heiðursgesturinn ávarpar samkomuna

Að dagskrá lokinni er boðið í afmælisköku í Fjöru – til kl. 18:30

http://www.hi.is/vidburdir/uppeldi_og_menntun_20_ara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband