Hvernig verður jafnrétti allra best tryggt?

Föstudaginn 23. nóvember flytur Þorgerður Þorvaldsdóttir, nýdoktor hjá EDDU – öndvegissetri við HÍ og ReykjavíkurAkademíunni, fyrirlestur sem byggir á niðurstöðum doktorsritgerðar hennar sem hún varði í júní síðastliðinn við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið „Hvernig verður jafnrétti allra best tryggt?“ og fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, kl. 12.00-13.00.

Í erindinu verður fjallað um hvernig áherslur í jafnréttisstarfi hafa verið að breytast frá því að horfa á kynjajafnrétti í einangrun og yfir í það að sinna einnig jafnrétti ýmissa minnihlutahópa og „margþættri mismunun“. Togstreita hefur einkennt umræðuna um útvíkkun jafnréttisstarfs. Femínískar kenningar um „samtvinnun“ (e. intersectionality), verða því kynntar til sögunnar sem aðferðafræði til þess að skoða hvernig kyngervi samtvinnast við aðrar samfélagsbreytur. Niðurstaðan er skýr. Kynjajafnrétti verður ekki að fullu náð nema einnig sé tekið á misrétti sem byggist á stétt, kynþætti, þjóðerni, kynhneigð, aldri, fötlun, o.s.frv. Áskorunin sem nú blasir við felst í því að finna lagalegan og stofnanalegan farveg til þess að sinna „jafnrétti allra“, án þess að missa sjónar á kynjajafnrétti.

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

http://www.hi.is/vidburdir/hvernig_verdur_jafnretti_allra_best_tryggt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband