17.10.2012 | 21:55
Er hægt að bjóða kynjakerfinu birginn?
Ágrip greinar Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur og Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar í Netlu, birt 16. október 2012:
Í greininni er fjallað um birtingarmyndir kynjakerfisins í reynslu kvenna af námi og störfum í húsasmíði og tölvunarfræði. Tekin voru viðtöl við átta konur í greinunum tveimur. Allar höfðu þær lokið námi á síðastliðnum sex árum áður en viðtölin voru tekin. Húsasmiðirnir höfðu stundað nám í þremur framhaldsskólum og tölvunarfræðingarnir í þremur háskólum á ólíkum stöðum á landinu. Í greininni er leitast við að svara því hvort kynjakerfið í formi útilokunar, aðgreiningar og undirskipunar kvenna komi fram í reynslu þeirra, hvaða teikn séu skýrust og hvort kynjakerfið leiti nýrra leiða til að halda jafnvægi þegar tilraunir eru gerðar til að vinna í trássi við það.
Meginniðurstaðan er sú að þótt einstaka konum takist að bjóða kynjakerfinu birginn dugi það skammt þar sem birtingarmyndir kynjakerfisins eru ekki persónuleg sérviska heldur kerfislægt fyrirbæri. Margt af þessu var ekki augljóst fyrr en skyggnst var undir yfirborðið og hlustað á raddir kvennanna. Þá kom í ljós að ýmsir þættir kynbundinnar menningar í reynslu þeirra eru mjög lúmskir og í flóknu samspili við launavinnu, heimili, kynverund, ofbeldi og þátt ríkisins. Þær niðurstöður eru í samræmi við kynjakerfiskenningu breska félagsfræðingsins Sylvia Walby.
Can the patriarchal system be challenged? The experience of eight women as carpenters and computer scientists.
Abstract: The article deals with how the patriarchal system of power appears in the experience of women in two types of jobs, the building industry and computer science. Eight women in the two types of jobs were interviewed. The carpenters had studied their vocation in three different secondary schools and the computer scientists in three different universities across the country. The inquiry focused on if and how the patriarchal system in the forms of exclusion, segregation or subordination tends to seek equilibrium when there are attempts to break it down.
The main finding is that even though individual women can challenge the system it keeps on because it is not based on personal eccentricities. Many of the findings did not become apparent until the researchers looked under the surface and listened to the voices of the women. This revealed that many elements of gendered culture and experiences are hidden and in a complex relationship with different layers of everyday life. These findings are in line with Sylvia Walbys theory of the patriarchal system.
By Katrín Björg Ríkarðsdóttir & Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.