Samvinna opinberra háskóla á Íslandi - frétt af heimasíðu HÍ

Fastráðinn kennari við einn af opinberu háskólunum fjórum getur nú uppfyllt kennsluskyldu sína við aðra háskóla en þann sem hann er ráðinn til samkvæmt samkomulagi sem skólarnir undirrituðu á dögunum.

Tilgangur samningsins er að nýta betur mannauð opinberu háskólanna á sviði kennslu og að efla samstarf þeirra á milli. Þá er samningnum ætlað að fjölga og viðhalda störfum á sérhæfðum fræðasviðum. Þeir háskólar sem eru aðilar að samningnum eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli - Háskólinn á Hólum.

Samstarf opinberu háskólanna hófst að frumkvæði ráðherra mennta- og menningarmála sumarið 2010. Það miðar að eflingu íslenskra háskóla, aukinni hagkvæmni og því að halda uppi háskólastarfsemi úti um landið. Rektorar háskólanna fjögurra sitja ásamt fleirum í sjö manna verkefnisstjórn sem leiðir verkefnið.

Samstarfið hefur þegar borið ríkulegan ávöxt. Má nefna að gerður hefur verið samningur á milli skólanna um gagnkvæman aðgang nemenda að námskeiðum og þá hafa skólarnir fjórir tekið upp sama upplýsingakerfi, svokallaða Uglu, fyrir skráningu nemenda og samskipti nemenda og kennara.http://www.hi.is/frettir/haskolar_samnyta_krafta_kennara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband