26.2.2012 | 16:58
Kynjajafnréttisfræðsla í skólum. Hindranir og tækifæri
Hér birti ég útdrátt úr grein okkar Þorgerðar Einarsdóttur í sérriti veftímaritsins Netlu, það er greinum í ritrýndum ráðstefnuriti Menntakviku 2011:
"Staða kynjajafnréttisfræðslu í íslenska skólakerfinu er veik þrátt fyrir áratugagamalt ákvæði jafnréttislaga um jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Í greininni er grafist fyrir um ástæður þessa og staðan metin. Því er haldið fram að margir þættir hafi virkað hamlandi á jafnréttisfræðslu, svo sem óskýr markmið, áhugaleysi, veikburða aðalnámskrár og sterk námsgreinaskipting. Þá hefur ofmat á stöðu jafnréttis almennt á Íslandi aukið á tregðuna. Jafnréttisfræðsla í skólum hefur aðallega byggst á frumkvæði einstaklinga án stofnanalegrar ábyrgðar. Áhrif átaksverkefna hafa reynst skammvinn og oft á tíðum er áhugi á kynjajafnrétti sprottinn af áhyggjum af slakri stöðu drengja. Í lögum um grunnskóla frá 2008 og nýjum aðalnámskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla er kveðið á um jafnrétti í víðum skilningi en jafnframt er lögð áhersla á að kyn fléttist saman við alla aðra þætti mismununar. Niðurstaða greinarhöfunda er sú að ef kynjajafnrétti verði miðlægur þáttur í jafnréttismenntun í skólakerfinu geti staðan falið í sér sóknarfæri."
Og á ensku:
Gender equality education in Iceland: Obstacles and opportunities
Abstract: In Iceland, legal requirements about education on gender equality have been in place for decades without being fulfilled. The article explores the reasons for this and evaluates the prospects for education on gender equality. The current situation is due to many causes, such as a vague legal framework, lack of interest and overestimation of gender equality in society. Education on gender equality has relied on individual initiative without institutional responsibility. The impact of positive action measures has been short-lived, and the most visible interests have been worries about boys. The Compulsory School Act from 2008 and the new national curricula contain clauses on education about equality. The term refers to equality in a broad sense while gender is assumed to be intertwined with other diversity markers. The authors conclude that the current situation contains opportunities if gender equality will be established as the core of equality education.
Þorgerður Einarsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2011). Kynjajafnréttisfræðsla í skólum: Hindranir og tækifæri. Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2011. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt af http://netla.hi.is/menntakvika2011/030.pdf |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.