Sjálfbærnimenntun sem þungamiðja skólastarfs

Útdráttur: Meginhugtök sjálfbærrar þróunar verða útskýrð og farið yfir opinbera stefnu um menntun til sjálfbærrar þróunar, meðal annars sagt frá áratug Sameinuðu þjóðanna um menntun til sjálfbærrar þróunar. Í síðari hluta fyrirlesturs verður menntun til sjálfbærrar þróunar rædd sem námskrárfræðilegt viðfangsefni — hvaða forsendur eru fyrir því að skapa samfellu sjálfbærrar þróunar og skólaþróunar með námsfléttun (e. infusion) og hvernig sjálfbær þróun tengist starfsþróun kennara sem einn af hæfniþáttum OECD. Í því sambandi verður sagt frá greiningu Rannsóknarhópsins GETU á námskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla á Íslandi og greiningarlykli sem rannsóknarhópurinn þróaði.

 

Title and abstract in English: What is involved in education for sustainable development and how can it become the core of education in schools? Chief concepts of education for sustainable development (ESD) were described and official policy explained, including the United Nations‘ Decade of education for sustainable development, was explained.The lecture focused on a discussion of ESD as a curriculum development: how ESD could be infused into the curriculum and how ESD can be connected with OECD‘s notions of key competences. Further, there was an explanation of the curriculum analysis key developed by the research team GETA as well as the results of an analysis of the early childhood, compulsory, and secondary school curricula in Iceland.

 

(Þetta var fyrirlestur Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar, prófessors við Háskólann á Akureyri, á ráðstefnu skólaþróunarsviðs HA Að kunna að taka í þann strenginn sem við á. Fagmennska og starfsþróun kennara, Akureyri, 18. apríl 2009. Fyrirlesturinn nefndist. Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?) http://www.ismennt.is/not/ingo/Sjalftung.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband