Sjálfbærnimenntun

Menntun sem á að stuðla að sjálfbærara samfélagi er einn af hornsteinum, eða grunnþáttum eins og það er orðað, nýrrar námskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla á Íslandi sem var gefin út í maí sl., þ.e. fyrir leik- og framhaldsskóla en fyrir grunnskóla á miðvikudaginn. Námskrárnar eru á námskrárvef menntamálaráðuneytisins.

En hvað er sjálfbærnimenntun? Fyrir utan það sem kemur fram í námskránni í kafla sem er fremst í öllum námskránum, má benda á vef verkefnisins GETA. Þar er vísað á skýrslur og greinar sem eru afrakstur þróunarstarfs í samvinnu fræðafólks við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri við átta leik- og grunnskóla. Og svo langar mig að benda á fyrirlestur sem ég flutti fyrir tveimur árum um það hvernig sjálfbærnimenntun gæti í raun orðið þungamiðja frjósams skólastarfs: http://www.ismennt.is/not/ingo/Sjalftung.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband