Efni
30.4.2011 | 18:13
Geta grasafræðiteikningar verið listaverk?
Ég hef fylgst með fáránlegri deilu um hvort hafi verið rétt af útgefanda bókar með teikningum Eggerts Péturssonar að krefjast þess að það að drullumalla eintak af bókinni og sýna það sem listaverk annars fólks væri brot á sæmdarrétti höfunda. Hef verið þeirrar skoðunar að útgefandi og höfundur hafi dregið óþarfa athygli að drullumölluninni og e.t.v. gert það að því "verki" (eða gjörningi - ég læt listgildið algerlega liggja milli hluta, plagar mig hvorki til né frá) sem það hlýtur að vera orðið núna.
Ég fylgdist svo höfundi "nýja verksins" í Kastljósinu í gærkvöldi kalla verk Eggerts grasafræðiteikningar og þess vegna líklega engin listaverk. Ég man til þess að ég hreifst af teikningum Eggerts á sínum en tókst aldrei að "nota" þær til að þekkja í sundur jurtir. Þetta var löngu áður en Eggert varð jafnþekktur fyrir málverk sín og hann er í dag. En skyldi Hannesi Lárussyni, sem var langt frá að vera auðmjúkur eða hógvær í Kastljósinu, hafa tekist það?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Svar; já, alveg eins og teikningar Halldórs Péturssonar af dýrum voru listaverk.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2011 kl. 10:55
Þessi deila snýst um meðal annars um skilgreiningu á því hvað sé list. Listamenn í dag skilgreina þetta gjarnan þannig að það sem gert er í listrænum tilgangi sé list sama hvernig útkoman er. Þess vegna eru myndskreytingar í bókum og allskonar hönnun, ekki list eða allavega ekki á sama stalli og það sem gert er í hreinum listrænum tilgangi.
Emil Hannes Valgeirsson, 1.5.2011 kl. 11:42
Vissulega snýst deilan að hluta um hvað er list - en lagalegan deilan er um sæmdarrétt og hvað hver og einn megi geri við verk (list eða ekki list) einhvers annars. Í þeim skilningi skiptir það engu máli hvort teikningar Eggerts eru grasafræði eða myndlist.
Ég hef ætíð verið mjög hrifinn af teikningum Eggerts sem fallegum (og listrænum verkum) þótt ég hafi ekki getað nýtt mér grasafræðibók kollega míns og samkennara Ágústs sem skyldi..
Orðið list hefur siðferðilega vídd sem truflar okkur í umræðum um þetta.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1.5.2011 kl. 12:02
Orginal grasafræðiteikningar Eggerts sem notaðar voru í bókinni eru auðvitað óskemmdar og varla dettur nokkrum í hug að eyðileggja þær hvort sem þær eru listaverk eða ekki. En það er verra ef þær nýtast ekki alltaf til að þekkja í sundur plöntur, því það er aðaltilgangurinn með þeim.
Eggert er flinkur teiknari og var þess vegna fenginn til verksins á sínum tíma. Þær myndir hafa væntanlega verið kveikjan að þeim málverkum sem hann er þekktur fyrir í dag en þau verk eru gerð í hreinum listrænum tilgangi og eru óumdeild listaverk.
Orginal listaverkum mega ekki aðrir breyta án leyfis en spurningin er hversu langt sæmdarrétturinn nær. Nær hann yfir keypt eintök af prentaðri bók?
Emil Hannes Valgeirsson, 1.5.2011 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.