Atli Gíslason og baráttan gegn eyðileggingu náttúrunnar

Ég vona að þeir vinstri grænir sem hvetja Atla Gíslason til að víkja af þingi muni halda uppi ótrauðir baráttu gegn virkjunum sem myndu skemma náttúru Suðurlands og Reykjanesskagans. Atli hefur fullt umboð mitt til að standa í þeirri baráttu. Fáir stjórnmálamenn hafa staðið sig betur en Atli í þessum málaflokki. Að hinum ólöstuðum.

Ég er samt ekki ánægður með þá framgöngu að Atla að segja sig úr þingflokknum. Nú er fyrir okkar ágæta þingflokk að standa sig í náttúruverndarmálum. Ég vona að Atli og þingflokkurinn geti unnið saman í þeim málaflokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig á að vera hægt að vinna í þingflokki og  með foringja sem svíkur allt sem hann hefur lofað.

Úrsögn var eina leiðin sem fær var og vonandi að fleirri fylgi fordæmi þeirra skötuhjúa og láti þá kvíslinga Steingrím J. og Björn Val eina um að svíkja og pretta hugsjónir vinstrimanna á Íslandi.

Sigurður Haraldsson 22.3.2011 kl. 12:56

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

VG tók við Þránni Bertelssyni fagnandi úr stjórnarandstöðunni og ættu því að hafa sig algjörlega hæga í þessu máli. Þvílíkur tvískinnungur. Ef þetta er flokksandinn þá má kalla hann skítlegt eðli.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.3.2011 kl. 22:58

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Forysta VG hefur þó ekkert sagt um þetta. Reyndar lögðu félagar Þráins í Borgarahreyfingunni þann þingflokk niður og bjuggu til nýjan þingflokk, Hreyfinguna.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.3.2011 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband