Stjórnlagaþing, helst strax!

Ég lagði aldrei neina áherslu á að það yrði haldið stjórnlagaþing og var hvorki hrifinn né ekki hrifinn af kosningafyrirkomulaginu. Áttaði mig á því að flækjustig þess ylli tortryggni, en þóttist skilja að það væri að mörgu leyti gott að kjósa bara eitt nafn og hafa kost á að kjósa 24 til vara sem gætu þar að auki notað hluta af atkvæðinu mínu ef sá sem ég kysi hefði þegar fengið nógu mörg atkvæði.

En eftir dóm Hæstaréttar er mér ljóst að það verður að halda stjórnlagaþing. Ég get alveg sætt mig við að Alþingi tilnefni þau 25 sem kjöri náðu í starfshóp, sem fengi nafnið stjórnlagaþing, og svo yrðu greidd atkvæði meðal þjóðarinnar um niðurstöðu. Sennilega er þó rökréttara að ganga fljótt frá því að það verði haldnar aðrar kosningar og þá megi hvert og eitt okkar kjósa á bilinu 5-25 manns og við sameinumst um að kjósa tuttuguogfimm-menningana eða sem flesta úr þeirra hópi. Aðalatriðið er þó að fá að greiða atkvæði um niðurstöðu þingsins áður en Alþingi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er alltof sterkur fengi að fikta í niðurstöðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er alveg sammála þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2011 kl. 23:53

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Dýrir þessir þrír sem kærðu þessar kostningar. Kom LíÚ eitthvað þar að máli bakdyrameginn?

Sigurður I B Guðmundsson, 30.1.2011 kl. 11:28

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ég er sammála þessu. Þjóðin verður að fá að fjalla um sín mál án gruns um að öfl sem ekki kunna sín takmörk séu að reyna að setja mark sitt á þau.

Ólafur Örn Jónsson, 30.1.2011 kl. 15:29

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Við skulum segja að það sé réttur fólks að leita til dómstóla, en dómstólar þurfa að dæma af hófsemi, þetta eins og annað

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.1.2011 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband