24.1.2011 | 17:11
Eru framhaldsskólar á Íslandi gagnkynhneigðir?
Birst hefur grein okkars Jóns Ingvars Kjarans sem ber heitið: Ég myndi alltaf enda með einhverri stelpu: Eru framhaldsskólar á Íslandi gagnkynhneigðir? Hún er í veftímaritinu Netlu: http://netla.khi.is/menntakvika2010/017.pdf
Útdráttur: Í greininni er fjallað um hugtakið heterósexisma og gerð grein fyrir efni úr fyrsta hluta rannsóknar á heterósexisma í íslenskum framhaldsskóla. Við rökræðum skilning okkar á hugtakinu í því augnamiði að meta á hvern hátt það henti til að greina stöðu hinsegin nemenda innan íslenska skólakerfisins. Við spyrjum hvort og hvernig megi skýra upplifanir þriggja ungra homma í hefðbundnum íslenskum framhaldsskóla með því að horfa á stofnanabundinn heterósexisma. Af gögnum úr fyrsta hluta rannsóknar á stofnanabundnum heterósexisma í framhaldsskóla má greina að hann sé kerfislægur í formgerð og menningu skólanna. Hinsegin ungmenni upplifa stofnanabundinn heterósexisma í daglegum samskiptum við starfsfólk og samnemendur og birtist hann m.a. í skilningsleysi, óþægilegum spurningum og gagnkynhneigðri orðræðu. Skýringa á þessu má að okkar mati einkum leita í því hve ósýnilegir hinsegin nemendur eru í skólanum og í kerfisbundinni þöggun, hvort sem hún er meðvituð eða ómeðvituð, um málefni þeirra og hagsmuni.Á ensku: Titill: I would always end up with some girl: Are Icelandic upper secondary schools heterosexual? Útdráttur: This article discusses the concept heterosexism and gives the first results of a study of institutionalized heterosexism in an Icelandic upper secondary school. We discuss our understanding of the concept in order to assess the manner in which it can be useful to analyze the status of queer students in the Icelandic school system. We ask how to explain the experiences of three young gay men in a traditional Icelandic upper secondary school by looking at institutionalized heterosexism. Results indicate that institutionalized he-terosexism prevails in the structure and culture of the school under investiga-tion. Queer youth experience institutionalized heterosexism daily in their dealings with faculty and fellow students, for instance in lack of understand-ing, uncomfortable questions they are asked and heterosexual discourse. Possible explanations for this can be found in the low visibility of queer students and systematic exclusion and silencing, whether aware or unaware, of their issues and interests. |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.