Efni
10.12.2010 | 09:50
Aka, skjóta og ríða í Vatnajökulsþjóðgarði
Fyrirsögninni er viljandi ætla að minna á bókarheitið Eats, Shoots and Leaves sem misritaðist og varð að Eats Shoots and Leaves. Eða var hið síðara rétta bókarheitið?
Ég hef núna í tvo daga verið að hugsa um grein sem forsvarsmenn níu samtaka, allt karlar, skrifuðu í Fréttablaðið: http://www.visir.is/stjorn-vatnajokulsthjodgards-hlusti-betur-a-almenning/article/2010120774995. Í greininni enn og aftur er því að haldið fram að tillaga að verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs sé ósanngjörn í garða jeppafólks, vélsleðamanna, skotveiðimanna og hestafólks.
Ég er hættur að velta fyrir mér rangfærslum sem koma úr þessu heygarðshorni en tók núna allt í einu eftir því að það voru tómir karlar sem skrifuðu greinina, níu karlar sem vilja fá að aka víðar, skjóta á fleiri stöðum og ríða víðar í Vatnajökulsþjóðgarði.
Ég velti því fyrir mér hvort engar konur séu í samtökunum þeirra, eða af hverju þær veljist síður til forystu fyrir því að að vilja aka, skjóta og ríða. Og ég velti því fyrir mér, sem fulltrúi í einu af svæðisráðum þjóðgarðsins og fulltrúi í varastjórn, hvort það sé hugsanlegt að kynjasjónarmiða hafi ekki verið gætt á nægilega ríkan hátt við mótun áætlunarinnar. Hvort níðst sé á áhugamálum karla umfram áhugamálum kvenna. Ég fæ ekki betur séð en ég sem kynjajafnréttissinni neyðist til að taka þennan vinkil málsins upp á réttum vettvangi. Þar sem það er lögbundið að gæta eigi kynjasjónarmiðar við hvers konar stefnumótun?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Ég hef ekki upplýsingar um mörg af þessum félögum, en veit að ekki eru mörg ár síðan kona var formaður F4x4 og að konur eru margar og virkar í þeim klúbbi. Það, að formaðurinn þetta árið sé karl, segir ekki til um virkni kvennanna í klúbbnum. Svo tel ég mjög ólíklegt að það séu engar konur í Landsambandi Hestamanna... veit ekki með hin félögin.
Valdís Björk Þorsteinsdóttir 10.12.2010 kl. 10:26
Á heimasiðu 4x4 sést að fimm karlar sitja í stjórn klúbbsins og í nefndum á vegum hans sitja 46 karlar og 2 konur. Í átta deildum 4x4 um landið eru engar konur í stjórn.
Það eru áreiðanlega margar konur í klúbbnum en þess sér lítinn stað að þær séu virkar.
Páll Ásgeir 10.12.2010 kl. 14:01
Þvílikt rugl í þér maður... þú ert algerlega óhæfur til að fjalla um þetta mál þegar þú nú ert búinn að taka þennan misskilda pól í hæðina. Allt sem þetta fólk er að fara fram á að þeirra réttindi (þótt kannski megi segja að það sé óheppilegt að þetta eru bara karlmenn sem skrifuðu bréfið) er að fara fram á að réttindi þeirra verði ekki skert frekar. Hver á þá að njóta þessarar útiveru í Þjóðgarðinum ef ekki þessir hópar, hér er verðið að takmarka aðgengi fjölda fólks meðal annars fatlaðara, þú getur þá verið stoltur að því góði minn, því að þetta er eihver þröngsýnasta skoðun sem ég hef séð lengi, fyrir utan kannski háttvirtan Umhverfisráðherra sem veitti ekki af góðri rassskellingu.
Óli Þór Árnason 10.12.2010 kl. 20:18
Takk fyrir þessar upplýsingar, Valdís og Páll Ásgeir. En vertu aðeins kurteisari, Óli Þór, kostar ekki neitt að gæta lágmarkskurteisi í garð þeirra sem talað er við eða um
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 11.12.2010 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.