Efni
20.8.2010 | 11:11
Gleymum hvorki drengjum né stúlkum
Ég fagna því að skipaður verði starfshópur og vona að í björgunaraðgerðum gagnvart 33% drengja gleymi hópurinn ekki 17 % stúlkna, sbr. þennan bút úr fréttinni: "Samkvæmt könnun sem unnin var fyrir menntasvið Reykjavíkurborgar af fræðimönnum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands þótti 67% drengja í 1. bekk grunnskóla gaman að læra í skólanum en 83% stúlkna. Sama var upp á teningnum þegar spurt var um lestur, en 65% sjö ára drengja fannst gaman að lesa í skólanum á móti 74% stúlkna."
Ég held hins vegar að ástæður drengja og stúlkna fyrir óánægju námi geti verið ólíkar og því ástæða til að nota kynjagleraugun vel.
Tímabært að skoða stöðu drengja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Áhyggjuefnið varðandi drengina, er brottfallið. Annað áhyggjuefni er vanlíðan stúlkna. Ýmislegt er reynt til að vinna bug á því. Illskiljanlegt er að leiðindi drengjanna bitna greinilega á námsáhuga en vanlíðan stúlknanna virðist lítil áhrif hafa á námsárangur.
stefan benediktsson 20.8.2010 kl. 12:04
Sæll Ingólfur!
Það vill oft gleymast að stór hluti 6 ára barna er alls ekki tilbúinn til að hefja skólagöngu. Börn sem fædd eru síðari hluta ársins hafa oft einfaldlega ekki þroska til að setjast á skólabekk. Það er heilt ár á milli þeirra sem fæddir eru í janúa og þeirra sem fæddir eru í desemer. Íslenska skólakerfið gerir ekki ráð fyrir neinum þroskamun. Ég held að hann sé til staðar bæði hjá drengjum og stúlkum og hann hefur ekkert með gáfur að gera heldur andlegan þroska.
kv. Sigga
Sigríður Aðalsteinsdóttir 20.8.2010 kl. 12:08
Tek undir það sem þú segir, Sigríður, og ég hef meira að segja skrifað um þetta grein sem birtist á sínum í Mogganum, en var endurbirt á vef Ögmundar Jónassonar: http://www.ogmundur.is/news.asp?id=667&news_ID=1556&type=one
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.8.2010 kl. 13:13
þetta er áhugverð grein hjá þér Ingólfur. Það eru ýmsar leiðir greiðar til að breyta þessu. Mikið er einblínt á kynjamun drengja og stúlkna og ástæðna leitað á þeim vettvangi fyrir vanlíðan, námsárangri o.fl. Kannski er það partur af vandanum. Ég veit það ekki en vonandi kemst verðandi nefnd að einhverri niðurstöðu.
Varðandi brottfall nemenda er yfirleitt um að kenna námsleiða. Námsleiði skapast mjög oft vegna of lítillar hvatningar, námsefnið er nemandanum ofviða og ekkert er gert til að miða kennsluna við einstaklinginn. Kennarastarfið er afskaplega vandasamt starf og að mínu mati köllun sem aðeins fáir hafa.
kv. Sigga
Sigríður Aðalsteinsdóttir 20.8.2010 kl. 16:03
Strákum er hreinlega eðlilegra að hreifa sig meira og þurfa í öllum eðlilegum tilfellum að reyna mikið á sig oft á dag. þar svíkja skólarnir.
Stelpur fá allt of sjaldan rétta greiningu á ADHD. Ástæðan er að þær pína sig algjörlega þrot til að ráða við bæði námið og hefðbundna ramman í skólunum því þeim er eðlislegt í flestum tilfellum að nota orkuna sína í natni og samviskusemi umfram líkamleg átök.
Og meðan samviskusöm börn pína sig í skóla til að þóknast þessu ósanngjarna ramma-kerfi, sjá einungis foreldrarnir líðan barna sinna eftir þetta gífurlega álag eftir skóla, í mörgum tilfellum.
En skólinn hefur svo meira vald til að meta ástand og líðan barnanna en foreldrarnir? Börn þurfa á því að halda að geta hleypt út álags-spennu einhversstaðar. Börnum á að leyfast að gera sér dælla við foreldra en skólastarfs-fólk.
Samt fá skóla-starfsmenn í mörgum tilfellum meira traust og vald af kerfinu til að meta ástand og líðan barna en foreldrar sem þekkja að sjálfsögðu börn sín betur en kennarar! Hver getur rökstutt það að kennarar þekki börnin betur en foreldrarnir? Hverjum dettur slík vitleysa í hug?
Ég vísa ábyrgðinni á gjörsamlega rotið skólakerfið (klíku-starfsemi skólabóka-höfunda síðustu áratugina) sem líkist meira fangabúðum barna/foreldra og kennara en skóla.
Hvenær verður hætt að flokka börn og fullorðna í dilka eins og skynlausar og siðlausar skepnur? Útkoman verður siðlausar og skynlausar manneskjur!
Hvar er SIÐMENNINGIN?
Hvar er pláss fyrir hana í þessum gífurlegu skóla-yfirbyggingum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.8.2010 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.