Heimsókn auðkýfings til Surtseyjar

Í dag hef ég sent neðangreinda fyrirspurn í tölvupósti til Umhverfisstofnunar:

"Í fréttum nýlega var sagt frá því að maður nokkur útlenskur að nafni Paul Allen, titlaður „auðkýfingur“, hefði ferðast til Surtseyjar á bát sem væri svo vel búinn að þar væri sófasett sem ekki rótaðist þótt báturinn væri í ölduróti.

Skv. auglýsingu um friðlandið Surtsey, 5. gr., kemur fram að „Óheimilt er að fara í land í Surtsey eða kafa við eyna nema til rannsókna og verkefna sem tengjast þeim og þá með skriflegu leyfi Umhverfisstofnunar.“ Í auglýsingu kemur einnig fram að „Surtseyjarfélagið samræmir og leitast við að efla vísindarannsóknir í Surtsey og innan marka friðlandsins.“

Hér með óska ég upplýsinga um hvers konar rannsóknir Paul Allen stundar sem krefjast ferðalags til Surtseyjar og afrita af leyfinu og umsögnum um umsókn hans um leyfið.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
formaður SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála. Upp á borð með þetta...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.8.2010 kl. 12:36

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Láttu okkur vita þegar þér berst svar - hin rétta manneskja til að hafa samband við er Lovísa hjá ums, en hún er forstöðukona Surtseyjarstofu

Anna Karlsdóttir, 12.8.2010 kl. 13:15

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

http://www.setur.is/main.php?p=100&i=35

Anna Karlsdóttir, 12.8.2010 kl. 13:28

4 identicon

Þessi frétt er ekki rétt því Paul Allen hefur ekki óskað eftir eða fengið ferðaleyfi út í Surtsey hjá Umhverfisstofnun. Hinsvegar bauð auðkýfingurinn íslenskum rannsóknarmönnum afnot af kafbátnum sínum endurgjaldslaust og sóttu þeir um rannsóknarleyfi. Umsóknin var metin þannig að þarna gæfist einstakt tækifæri til að kanna hafsbotninn umhverfis Surtsey allt niður á 130 metra sjávardýpi. Fyllstu varðúðar verður gætt við köfun og einungis er um að ræða ljósmyndun og kvikmyndun. Niðurstöður leiðangursins verða síðan opinber gögn og aðgengileg öðrum vísindamönnum.

Lovísa 12.8.2010 kl. 16:05

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Eins og Lovísa, sem starfar hjá Umhverfisstofnun bendir á, fengust leyfi. Ég á eftir að kynna mér gögn sem Umhverfisstofnun hefur sent mér um málið - og e.t.v. eru núnar komnar fréttir á vef hennar um þetta.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.8.2010 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband