Efni
7.8.2010 | 09:33
Ekið fyrir Skaga
Ég ók fyrir Skaga í sumar sem auðvitað er ekki í neinar sérstakar frásögur færandi nema að ég hafði aldrei komið norðar en til Blönduóss, Húnaflóamegin, og aldrei norðar en Sauðárkróks, austanmegin á Skaganum. Fyrst og fremst var þetta ökuferð í góðu veðri til að njóta landslagsins - en ekki vegarins sem er malarvegur frá Skagaströnd að vestan og að nýjum vegi yfir Þverárfjall, 16 km norðan Sauðárkróks - og sums staðar mjór - en maður kemst þetta nú á hvaða bíl sem er ef ekið er á skynsamlegum hraða.
Mest á óvart kom Kálfshamarsvík, útgerðarstaður frá fyrri hluta síðustu aldar og fór í eyði fyrir ca 70 árum. Hann er Húnaflóamegin. Þar er búið að koma upp ýmsum upplýsingum og merkja stuttar gönguleiðir og jafnvel búið að koma upp hreinlætisaðstöðu. Höfn frá náttúrunnar hendi og falleg náttúra, og viti. Kjörinn áfangastaður, a.m.k. í jafngóðu veðri. T.d. hægt að setja niður og borða nestið sitt.
Minna kom á óvart hvað Skagaströnd er glæsilegt byggðarlag.
Eitt fór í pirrurnar á mér eftir að hafa ekið og notið náttúru og útsýnis: Norðan á Skaganum var stórt svæði þar sem búið er að planta lúpínu og eftir að hafa ekið í gegnum lúpínulaust svæði langa leið stakk þetta gríðarlega í augu. Mig minnir þetta heiti Ásbúðir. Enn sem komið er sýndist lúpína vera að mestu innan girðingar - en ég held að hún virði ekki girðinguna, enn síður en túnrollur. En kannski má beita fé í þetta áður en lengra fer.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Það er nú svo ágætt með það að Lúpína þolir ekki beit eða slátt og þar sem í henni er eiturefni sem virkar sem "rúsgift" svo rollurnar sækja í hana. Þarna lifir fátt annað en krækilyng, melapungur og aðrar harðgerar plöntur. Er verið að reyna að auka frjómagn jarðvegsins svolítið og jafnvel skapa skjól þarna á berangrinum. Það er enginn óravegur í heimskautsbauginn þarna!
Þó þetta stingi í augun þá skilar þetta e.t.v. einhverju til baka síðar til ábúendanna/landeigendanna. Útsýnið yfir "eyðimörkina" er e.t.v. áhugavert í skamman tíma en verður leiðigjarnt!
Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiríksson, 7.8.2010 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.