Sniðganga gagnvart ísraelskum vörum

Félagið Ísland-Palestína hvetur okkur til þess að sniðganga vörur frá Ísrael til að gera þessu hernámsríki sem kúgar palestínumenn erfiðara fyrir. Á heimasíðu félagsins kemur fram að ávextir, krydd, málbönd og hallamál frá Ísrael eru meðal þess varnings sem er fluttur inn og seldur í verslunum hér á landi. Einnig kemur fram að vörur með strikamerkisnúmeri sem byrjar á 729 eru framleiddar í Ísrael. Það kemur einnig fram að ýmis konar fjarskiptabúnaður og hugbúnaður er framleiddur í Ísrael, meðal annars er ég mjög spældur yfir því að upplýsingakerfið gegnir.is er hannað af ísraelsku fyrirtæki. Svo kemur líka fram að landránsfólkið sem hefur byggt sér ísraelskar byggðir innan um byggð palestínumanna á Vesturbakkanum merkir stundum vörurnar sem palestínska framleiðslu. Sjá heimasíðuna http://www.palestina.is/upplysingar/ekki-kaupa-israelskt/

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helgi Armannsson 15.7.2010 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband