Jamm og jæja

Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri og Viðskiptaráð gerðu samning á síðasta ári um að freista þess að fjölga fyrirtækjum þar sem sætu bæði karlar og konur í stjórn. Ég geri því ráð fyrir að þetta séu mikil vonbrigði að það skuli ekki hafa verið stigið skref í átt að 40% markinu heldur hafi hlutfallið lækkað. Býst ekki við að samtökin hafi búist við stóru skrefi fyrsta árið - eða er kannski verið að bakka til að drífa betur upp brekkuna? 

Kannski lagasetningin um að stjórnir skuli skipaðar bæði körlum og konum verði það tæki sem til þarf þannig að markið náist.


mbl.is Fyrirtækjum með bæði kyn í stjórn fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þeir sem eiga fyritækin vilja hafa eingöngu karla eða konur í stjórn þá kemur það ákúrat engum við nema eigendunum.ríkið á ekki að skifta sér af því hverjir eru í stjórn fyritækja ef viðkomandi hefur hæfi til að vera í stjórn

Sigurbjörn 19.5.2010 kl. 20:38

2 identicon

@Sigurbjörn. Það eru ýmsar takmarkanir í lögum um hæfi stjórnenda. Ég sé ekkert að því að bæta við skilyrði i lögum um þátttöku beggja kynja í stjórnum hlutafélaga (lágmark 33% eða 40%), enda má líta svo að á slíkt sé til hagsbóta bæði fyrir atvinnustarfsemi almennt og einstök hlutafélög.

Ómar Harðarson 19.5.2010 kl. 21:32

3 identicon

Konur eru helmingur þjóðarinnar, af hverju stofna þær ekki fyrirtæki og ráða konur í stjórnunarstörf?

Jafnrétti verður aldrei náð ef karlmenn þurfa að afhenta stöðurnar á silfurbakka.

Geiri 19.5.2010 kl. 22:18

4 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Og hverju nákvæmlega á kynjakvóti að skila.
Get á engan hátt séð hvernig það getur verið til hagsbóta að að hafa bæði kynin í stjórn, eingöngu karlmenn eða eingöngu konur.
Eigendur fyrirtækjana hljóta að taka ákvörðun byggða á þeirri trú að þeir einstaklingar sem þeir ráða til verksins muni hámarka hagnað.

Hans Jörgen Hansen, 19.5.2010 kl. 22:29

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Mörg fyrirtæki fara með mikil völd og þau halda konum frá þeim völdum og þar með áhrifum kvenna á stóra geira atvinnulífsins. Þetta er nú í rauninni það sem kynjakvóti, með góðu eða lögum, á að ná. 

Auk þess: Lítil rannsókn á sl. ári leiddi í ljós að jafnabest reknu fyrirtækin voru þau sem höfðu bæði konur og karla við stjórnvölinn - enda eru bæði markmið FKA og SA og lögin um sem jafnasta þátttöku, ekki um viðsnúning og völd kvenna. Fyrirtæki með eingöngu konum í stjórn, afar fá, þurfa líka að breyta til.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.5.2010 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband