Veðurfréttir dögum saman

Enda þótt ég hafi ekki áhuga á því að ferðast á jöklum vegna þess að ég veit að það er hættulegt, þá skil ég fólk sem þangað vill ferðast í góðu veðri. En ég skil ekki ferðaskrifstofu sem ekki fylgist betur með veðurfréttum, gerir sér einhvern veginn ekki grein fyrir óveðri sem var búið að spá dögum saman. Við þessar aðstæður er stórkostlegt að eiga björgunarsveitirnar - en mér er samt umhugað um að þeim sé ekki stefnt í hættu.
mbl.is Gerðu skjól úr sleðanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

Já, ábyrgð ferðaskrifstounnar er mikil í þessu og þarf taka á því máli, það sést að björgunarsveitirnar vinna mikilsvert og óeigingjarnt starf sem seint verður fullþakkað, eiga þær hrós fyrir

Aðalsteinn Tryggvason, 15.2.2010 kl. 08:39

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Að skipuleggja ferðir á varhugaverðum slóðum og sinna ekki aðvörunum um slæmt veður er HEIMSKA. Fyrir svona heimsku og útkall ætti björgunarsveitir að senda velsmurðan reikning til viðkomandi.

Sá sem heimskur er ætti að halda sig sem lengst heima!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.2.2010 kl. 09:27

3 identicon

Björgunarsveitir hafa engan áhuga á að senda einum eða neinum reikning.

 Þær hafa ekki einu sinni áhuga á að segja hvað útköll kosta.

Þessir hlutir skipta þær engu máli. Sem er ágætt út af fyrir sig.

Það er notalegt að vita fyrir víst að Guðjón verður aldrei formaður Landsbjargar. Rukkunarstefna myndi verða kjánalegur eltingaleikur við nokkrar krónur og eyðileggja Landsbjörgu innanfrá.

Steini 15.2.2010 kl. 11:12

4 identicon

Á að fara að stofna bókhaldsdeild Landsbjargar þarsem að menn senda út reikninga og rukkanir til að bæta á ógæfu þeirra sem að lenda í slysum ?

björgunarsveitarmaður 15.2.2010 kl. 14:19

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Staðreynd máls Ingólfur er að veðurspáin á http://yr.no sem er sú spá sem við almennt styjumst mest við spáði mun skaplegra veðri fyrir seinnipartinn í gær þegar ég skoðaði hana í gærmorgun en hún gerði dagana á undan. Hvers vegna hef ég ekki þekkingu til að meta, en þessi norska spá hefur almennt staðið langbest að okkar reynslu fyrir Langökul.

Ég var þarna í gær og lýsi reynslunni af aðstæðum hér: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/1018630

Baldvin Jónsson, 15.2.2010 kl. 14:49

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sælir allir og takk fyrir innleggin. Mér finnst það hreinskilið og kjarkað af þér, Baldvin, að blogga það sem þú skrifaðir og virði það, þannig má sjá mistökin sem voru gerð við túlkun veðurspárinnar. Og við hin sem ötumst í bloggheimum reynum (vonandi) að orða hlutina án fordæmingar. Ég er þó engu að síður svolítið, jafnvel mikið, hissa á þessu hjá ykkur, get ekki að því gert, því að þessi veðurspá, hin íslenska, var mjög afgerandi. Tek það þó fram að ég hef enga reynslu í að túlka veðurspár á Langjökli.

Ég tek enga afstöðu til rukkunar Landsbjargar, var raunar ekki það efsta í huga mér. En ég held samt að það hafi komið til álita að setja upp tryggingarkerfi af einhverjum toga þar sem í raun er greitt til björgunarstarfsins. Er einhver goðgá að það fari brot úr hverri krónu af eldsneytisverði sem selt er til björgunarstarfs?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 15.2.2010 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband