Efni
5.1.2010 | 14:51
Og hvað ef lögin verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Ég vona að þeir sem vilja fella Icesavelögin hafi góð ráð ef lögin verða felld. Það er skárra að semja strax um Icesave en láta alla óvissuna hanga yfir sér. Það er fásinna að halda að Bretar og Hollendingar gefi mikið meira eftir en þeir hafa gert.
Enn hef ég engan hitt sem skrifaði undir áskorun til forsetans, en hef þó hitt fólk sem þekkir fólk sem skrifaði undir. Ég hef heldur engan hitt sem langar til að borga Bretum og Hollendingum og heldur ekki hitt fólk sem þekkir fólk sem langar til að borga skuldina. Ég get heldur ekki sagt að mig langi til að borga ótilteknar skuldir, en ég sé ekki hvernig ég kemst hjá því að borga þær.
Sama er með Icesavelögin: Við sem höldum að forsetinn hafi tekið fáránlega vitlausa ákvörðun erum eðli málsins samkvæmt slakir talsmenn Icesavelaganna - en gerum okkur þó grein fyrir því að við erum hluti af samfélagi þjóða þar sem skuldir þarf að greiða. Já, og hver var það sem setti Icesave á stofn? Jú, íslenskt fyrirtæki með fulltingi stjórnvalda. Þannig að þjóðernisremban sem ég verð var þegar ég les fjölmiðla og blogg um málið ætti að beinast að þeim sem ábyrgð bera hér innanlands. Því miður er málið þannig vaxið að við komumst ekki undan því að borga.
Mikil óvissa á næstunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 161084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Walls, seats and the gymnasium: a social-material ethnography...
- Slegið af menntunarkröfum til kennara
- Rannsóknir á framhaldsskólastarfi
- Nordic perspectives on disability studies in education
- Medical approach and ableism versus a human rights vision
- Sjálfbærnimenntun í aðalnámskrá 2011
- Sjúklingar eða notendur þjónustu
Eldri færslur
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Benedikt Sigurðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergþóra Gísladóttir
- Bergþóra Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Barkarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Edda Agnarsdóttir
- Einar Ólafsson
- Elva Guðmundsdóttir
- Eyþór Árnason
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Guðbjörg Pálsdóttir
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Hafsteinn Karlsson
- Halla Rut
- Heiða
- Heimssýn
- Helgi Már Barðason
- Hermann Óskarsson
- Héðinn Björnsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ísdrottningin
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Helgason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- J. Trausti Magnússon
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Margrét Sigurðardóttir
- María Kristjánsdóttir
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Nanna Rögnvaldardóttir
- (netauga)
- Ólafur Ingólfsson
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Paul Nikolov
- Pétur Björgvin
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sindri Kristjánsson
- Soffía Sigurðardóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- svarta
- Sæþór Helgi Jensson
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Viðar Eggertsson
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Þarfagreinir
- Þorbjörg Ásgeirsdóttir
- Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
- Þór Saari
Athugasemdir
Sæll Ingólfur
Margir Íslendingar eru einfaldar sálir og skrifuðu undir InDefence listann í þeirri trú að þetta væri leið til þess að sleppa við að borga ca. 15% af óreiðunni sem hrunið skildi eftir sig.
Það er stórhættulegt fyrir þjóðarhag að þessi „stemming“ ráði ferð. Hvernig getur forsetinn látið eftirlitslausa skoðanakönnun ráða sínum gerðum?
Og hvað svo?
Nú fellur gengið, lánafyrirgreiðsla stoppar og lánaálag á íslensk fyrirtæki hækkar.
Það er búið að blása til mikillar þjóðrembu -„við“ og „hinir“. Þetta er sama hugmyndafræði og ríkir hjá Styrmi Gunnars í bókinni Umsátrið.
Hjálmtýr V Heiðdal, 5.1.2010 kl. 15:16
Bretar og Hollendingar eru að reyna að þrýsta á okkur, en við verðum samt að standa á okkar og sýna að við látum ekki kúga okkur heldur erum hugsandi fólk sem viljum gera þetta að vel úthugsuðu máli. Þeir vilja auðvitað fá borgað og verða því að koma til móts við okkur (eins og einhver sagði um bankana forðum: Bankarnir elska góðan skuldara sem stendur í skilum).
Við viljum fá að vernda okkar sjálfstæði og auðlindir með ótvíræðum hætti. Eins að hægt verði að endursemja ef ekki gengur að borga vegna mögulegra hamfara í efnahagsmálum, án þess að gengið verði að eignum okkar. Eins viljum við ekki þurfa að borga meira en okkur ber og að tekið sé tilliti til fólksfjölda og því að verið er að demba á okkur skuldum vegna klúðurs örfárra samlanda okkar.
Þar sem einhver þarf að borga og siðlaust væri að láta aðeins Breta og Hollendinga greiða vegna óreiðu þessara manna viljum við auðvitað leggja okkar til, en persónulega finnst mér það nánast jafn siðlaust að fámenn þjóð verði að borga allt þetta ein, eins og þegar mengun vesturlanda skilar sér í umhverfisspjöllum og náttúruhamförum þjóða sem ekkert hafa til þess unnið. Þið sjáið hvað þær þjóðir fá lítinn hljómgrunn á Vesturlöndum þegar valdagræðgi og peningar eru annarsvegar. En eiga fulltrúar þeirra að hætta að berjast? Eigum við að gefa upp laupana og hætta að berjast?
Varðandi þá athugasemd Hjálmtýs að margir Íslendingar séu einfaldar sálir, þá verður auðvitað að setja upplýsingarnar fram þannig að almenningur skilji það án þess að gert sé ráð fyrir að allir hafi getað lesið öll ítarefni umræðunnar um málið frá upphafi. Semsé einfalda hlutina en hafa framsetninguna skýra. Það eru hátt stig af menntuðu fólki hér á landi og því óþarfi að óttast að menn geti ekki skilið rétt matreiddar upplýsingar. Ég man eftir að hafa verið ung vinnandi kona í vöruverslun forðum daga, þar sem mynduðust afar pólitískar og upplýsandi umræður í kaffitímanum. Þá vantaði bara bloggið til að virkja kraftinn í fólkinu. Þó svo að eldra samstarfsfólk mitt hafi ekki leiðst til mennta vissu þau vel hvað gekk á í þjóðfélaginu og kenndu manni mikið að móta mína sjálfstæðu skoðun óháð allri þáverandi fjölmiðlaumræðu. Það má því ekki alhæfa um þessa hluti.
Eins mætti segja að Hollendingar og Bretar séu einfaldar sálir, því þeir virðast margir haldnir þeim misskilningi að Íslendingar ætli sér ekki að borga neitt. Þannig virðist umfjöllun þeirra oft full af misskilningi. Þetta orsakast aðeins af einu og það er lélegt upplýsingaflæði frá stjórnvöldum. Eins og þau feli þetta bara fjölmiðlunum einum að túlka.
Bryndís Böðvarsdóttir, 5.1.2010 kl. 16:19
Hjálmtýr og Bryndís, takk fyrir góð innlegg
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.1.2010 kl. 16:39
Ef lögin verða felld verða nýjar smningaviðræður eða málið endar fyrir gerðardómi eða öðrum dómstól.
Ég held að það sé mun meiri ástæða til að hafa áhyggjur ef að lögin verða samþykkt, því þá má með nokkrum rétti halda því fram að þar sem þau hafi verið samþykkt á æðsta hugsanlegu stigi íslanskrar sjórnsýslu verði aldrei hægt að endurskoða samninginn. Það væri verulega vont þar sem að mjög ólíklegt er að Ísland geti staðið við þær greiðslur sem kveðið er á um jafnmframt því að standa við aðrar skuldbindingar, þar með væri Icessave komið fremst í kröfuröðina.
Sennilegast er þó að skilmálar greiðslanna verði teknir til endurskoðunar, lögin dregin til baka, ný samþykkt og ÓRG skrifi undir þau án þjóðaratkvæðagreiðslu.
Kjartan Björgvinsson, 5.1.2010 kl. 21:40
Hjálmtýr, mikið er ég fegin að þú ert ekki einföld sál.
Guðrún Jónsdóttir 6.1.2010 kl. 00:57
þjóðaratkvæðargreiðslan hlýtur að snúast um hvort Ísland ætlar að standa við alþjóðlegar skuldbindingar vegna Icesave. Ekki hvernig einhver samningur lítur út. Þessi útgáfa af samningnum inniheldur þá grunnkröfu Breta og Hollendinga að Ísland greiði lágmarks innistæðutryggingu og ekki líklegt að það verði gefið eftir af þeirri kröfu vi8 enduskoðun.
Þráinn Kristinsson 6.1.2010 kl. 06:55
Takk fyrir innlit og umræður, Kjartan, Guðrún og Þráinn
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 6.1.2010 kl. 07:52
Það er undarlegt að lesa frá vel menntuðu fólki að InDefence hópurinn hafi með áskorun sinni til forsetans lagt til að við borguðum ekki skuld okkar. Staðreyndin er þessi, þeir sögðu alltaf að ef þessi samningur yrði felldur tæki samningurinn frá í ágúst gildi með þeim fyrirvörum sem í honum er. Ef Bretar og Hollendingar samþykkja hann ekki verða þeir að semja að nýju eða fara í mál.
Þið sem eru samþykk þessum samningi eru þið tilbúin að lenda í því sama og þjóðverjar, sem eru núna 60 árum eftir stríð að greiða stríðsskaðabætur. Er það það sem þið viljið að næstu 60 ári verðum við að borga vexti og afborganir af Icesave, Pétur Blöndal heldur því fram að við getum lent í því að greiða aðeins vexti næstu 100 árin af skuldinni, fjármagn til afborgunar verði ekki til.
Við eigum að standa við samninginn frá í águst, hann gerir okkur vonandi kleyft að greiða skuldina, um hann var "sátt" milli þing, forseta og þjóðar.
Hvað varðar lánalínur þá eru þær allar lokaðar núna og óvíst hvenær þær opnast, þess vegna erum við ásamt fleiri þjóðum að leita til AGS.
Hjálmtýr talar niður til þeirra sem skrifuðu undir áskorun til forsetann og talar um að þeir haldi að þeir losni við að greiða skuldina, það eru reyndar ýmsir fræðimenn á því að okkur beri engin skylda til að taka á okkur þessar skuldir óreiðumanna og betur ef satt væri.
Væri t.d. ekki sniðug og þá alveg jafn réttlátt að taka allar skuldir heimilanna, fyrirtækja og sjávarútvegsins og deila þeim niður á alla þjóðina og láta komandi kynslóðir greiða þær. Er einhver munur þar á.?
Lárus Ingibergsson 6.1.2010 kl. 11:47
Nú koma áhrifin af ákvörðun forsetans í ljós smátt og smátt. Vextir fara í gamla horfið og húsnæðislánin hækka. Ofl. ofl. Hún Lána Lína hverfur á braut.
Svo verður þjóðaratkvæðagreiðsla (nema ef Breta og Hollendingar draga samkomulagið til baka fyrir 20. feb.) Já-sinnar vilja ganga að þessu eins og það er og vilja þoka málum áfram. Nei-sinnar vilja fá eldri samninginn sem hefur ekkert gildi. Þeir sem vilja ekki borga neitt sitja heima eða skila auðu/ógildu.
Þetta þýðir að já-sinnar sigra. Þá hefur þessi töf kostað sitt en hjólin fara vonandi að snúast aftur.
Ein af „röksemdum“ þingmanna framsóknar, sjálfstæðis og Hreyfingarinna var sú að hræðsluáróður stjórnarsinna væri blekking. Þetta sögðu þeir aftur og aftur í umræðunum á þingi. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að ástandið var ekki jafn slæmt á meðan það lá ekki fyrir hvað íslendingar ætluðu að gera. Nú er það komið fram að enn er tregða til lausnar og þá skellur allt yfir okkur. „Hræðsluáróðurinn“ reynist því vera réttur.
Hvað segir Höskuldur Þórhallsson núna?
Lárus - ég viðurkenni „niðurtalið“ - þetta er gildra sem maður getur fallið þegar mikið gengur á.
Hjálmtýr V Heiðdal, 6.1.2010 kl. 13:44
Lárus og Hjálmtýr, þakka innlit og umræður
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.1.2010 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.