Ekki mikil sjálfsgagnrýni eða greining á ferðinni

Ég hefði viljað sjá í þessari yfirlýsingu meiri sjálfsgagnrýni bæjarstýrunnar okkar og greiningu á þeirri harkalegu gagnrýni sem ákvörðun bæjaryfirvalda á Akureyri hefur sætt. Aukinheldur hef ég engan sérstakan áhuga á að fella bæjarstjórann eða meirihlutann á einmitt þessu máli sem ég held að sé geti varla verið flokkspólitískt mál heldur einkar klaufalegt, og tek því ekki undir með herferð kaupmanna og öldurhúsaeigenda gegn bæjarstjórnarmeirihlutanum og bæjarstýrunni. Eins og ég benti á í fyrri færslu hefur ákvörðunin valdið bænum álitshnekki, ekki bara bannið sem slíkt, heldur hvernig að kynningu þess var staðið. Það er einmitt sú greining sem bæjaryfirvöld þurfa að framkvæma.
mbl.is Ákvörðun um að banna ungmennum að tjalda tekin af illri nausyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband