Bannið eða veðrið?

Hefði kannski ekki verið nauðsynlegt að banna 18-23 ára að tjalda á Akureyri í ljósi veðurspárinnar? Einhvern veginn finnst mér vera mótsögn í því að þakka sér góðan bæjarbrag vegna bannsins en kenna svo veðri um fámenni í bænum. En meðal annarra orða, Gísli Ásgeirsson hefur nú tilkynnt að tjaldstæðamálið fái Lúkasinn 2007.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega geta menn tuðað út af þessu endalaust. Ákvörðunin var tekin og þar við situr. Þetta eru kjörnir fulltrúar og ef menn eru ósáttir við þeirra verk þá er bara ekkert að kjósa þá aftur. Hættið svo þessu væli og farið að tala um eitthvað sem skiptir máli.

Saxi 10.8.2007 kl. 10:55

2 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Leiðrétting. Tjaldstæðamálið hefur verið tilnefnt til þessara eftirsóttu verðlauna. Ég treysti því að fleiri svipuð mál komi upp fyrir áramót.

Gísli Ásgeirsson, 11.8.2007 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband