Bloggfćrslur mánađarins, mars 2013

Lífsfylling

Út er komin bókin Lífsfylling - nám á fullorđinsárum eftir samstarfskonu mína Kristínu Ađalsteinsdóttur prófessor viđ Háskólann á Akureyri. Í bókinni segja konur og karlar, sem lokiđ hafa meistaranámi í menntunarfrćđi í háskólum, hér á landi eđa erlendis, frá reynslu sinni af náminu; áhugahvötinni, kennslunni og leiđsögninni sem ţau fengu, hvernig ţeim leiđ á međan á náminu stóđ og hvađa ávinning ţau höfđu af náminu.

Í bókarkynningu segir Kristín: "Vitađ er ađ auđlind hins fullorđna manns er lífsreynslan, hún er ţađ afl sem knýr fólk til ađ takast á viđ ný og ögrandi viđfangsefni. Í bókinni er gerđ grein fyrir ţví hvađ nám felur í sér, rakin söguleg ţróun náms á fullorđinsárum og fjallađ um kenningar frćđimanna um námsleiđir sem henta fullorđnu fólki fremur en yngra fólki eđa börnum. Gerđ er grein fyrir hlutverki kennara, kennslu og námskenningum sem geta veriđ lykill ađ farsćlu námi og fjallađ um áhugahvötina og tilfinningar sem geta ráđiđ ţví hve mikiđ úthald og örvun fólk hefur til ađ láta hugmyndir sínar eđa verk verđa ađ veruleika."

Ég er búinn ađ skođa ţessa bók og líst afar vel á hana. Ţađ er óhćtt ađ veita ţessari bók sem kostar 4500 kr. hjá höfundi (kada@unak.is eđa sími 866 5915 ) athygli. En auk ţess fćst hún í bókabúđum.


Hugleiđing um stjórnarfyrirkomulag Vatnajökulsţjóđgarđs

Í frétt á vef umhverfis- og auđlindaráđuneytisins sá ég af tilviljun frétt um ađ almenningur gćti sent inn ábendingar um stjórnarfyrirkomulag Vatnajökulsţjóđgarđs. Hópnum ber einnig ađ leita eftir sjónarmiđum helstu ađila sem ađ stjórn garđsins koma, svo sem sveitarfélaga á starfssvćđinu, svćđisráđa, útivistarsamtaka, umhverfisverndarsamtaka, stjórnar og framkvćmdastjóra auk annarra sjónarmiđa sem starfshópurinn telur mikilvćg viđ stjórn ţjóđgarđsins. Spurt er ţriggja spurninga:

·         Hvernig finnst ţér hafa tekist međ stjórnun Vatnajökulsţjóđgarđs?

·         Myndir ţú vilja leggja til breytingar á núverandi fyrirkomulagi stjórnunar Vatnajökulsţjóđgarđs? Ef svo er, hverjar ćttu ţćr ađ vera og af hverju?

·         Ađrar ábendingar til starfshópsins varđandi stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsţjóđgarđs?

Nú fell ég um ţessar mundir „almenning“ út frá ţessari beiđni – en frá 2005 til 2011 – ţegar garđurinn var undirbúinn og fyrstu fjögur ár eftir skipan svćđisráđa og stjórnar – sat ég fyrst í undirbúningsnefnd og síđar í svćđisráđi og loks í tćpt ár í stjórn (2010–2011). Ţannig ađ ég hef talsverđa sýn yfir ţetta starf nema síđustu tvö árin. Ég hefđi nćstum örugglega sóst eftir ađ sitja lengur í svćđisráđi ef ég hefđi ekki flutt til Reykjavíkur; ţvílík ánćgja fólst í ţessu starfi og ţví ađ kynnast fólki og ađstćđum kringum jökulinn.

Ég tel ađ ţađ hafi náđst mikill árangur međ stofnun ţjóđgarđsins, ţrátt fyrir gagnrýni ţeirra sem stunda vélvćdda útivist og er svo sem ekki enn séđ fyrir endann á. Ég tel ađ ţessi árangur hafi náđst međal annars međ ţví ađ virkja yfir 30 manns í stjórnkerfi – sex í hverju svćđisráđi, ţađ er 24, auk átta manns sem eru skipađir í ađalstjórn og varastjórn af ráđherra eđa umhverfis- og útivistarsamtökum. Ţetta tryggir óvenjulega, lýđrćđislega ađkomu mjög margra sem ekki vćri hćgt ađ tryggja ef ţjóđgarđurinn yrđi felldur undir ađra stofnun. Ţetta er ekki hćgt ađ tryggja međ sama hćtti međ ráđgjafaráđum, ţví ađ í núverandi kerfi er ţađ t.d. svćđisráđ sem velur ţjóđgarđsverđina ef slíkt starf losnar. Ţannig fćr heimafólkiđ áhrif og er í stöđugri samvinnu viđ fagfólkiđ sem er ráđiđ.

Í upphafi var ég ekki viss um hvort sú tillaga, sem ég ţó stóđ ađ, ađ fulltrúar sveitarfélaganna í kringum jökulinn, hefđu meirihluta í stjórn vćri sú réttasta, ţađ er fjórir af sjö. En í starfi mínu í svćđisráđi og í stjórn sannfćrđist ég um ađ ţađ hefđi a.m.k. ekki veriđ röng ákvörđun. Í svćđisráđum sitja ţrír fulltrúar sveitarfélaga og ţrír fulltrúar félagasamtaka međ ólíka hagsmuni og áhugamál. Í stjórn sitja formenn svćđisráđanna fjögurra, sem eru fulltrúar sveitarfélaga, ásamt tveimur fulltrúum ráđherra og tveimur fulltrúum félagasamtaka, ţar af er annar ţeirra áheyrnarfulltrúi.

Margir samherjar mínir í náttúruverndarhreyfingunni tala fyrir ţví ađ Vatnajökulsţjóđgarđur verđi látinn falla undir nýja og óstofnađa Ţjóđgarđastofnun og nota međal annars sem röksemd ađ ţjóđgarđarnir ţrír séu međ ţrenns konar ólíkt stjórnarfyrirkomulag. Ég get veriđ sammála ţví ađ ţađ sé skrítiđ, ekki síst stjórnarfyrirkomulag Ţingvalla. En Ţingvellir eru ekki til umrćđu í ţessari hugleiđingu minni heldur árangurinn af stjórnarfyrirkomulagi Vatnajökulsţjóđgarđs. Og  hann tel ég góđan og ađ ţađ megi ekki hrófla viđ ţví út frá einhvers konar heildarkerfishugsun. Verđi stofnađir fleiri ţjóđgarđar á hálendinu má endurskođa ţetta stjórnarfyrirkomulag síđar; ég bara trúi ekki ţví ađ ţađ liggi á ţví áđur en ţađ er til nokkur annar ţjóđgarđur af viđlíka stćrđ.

Svariđ viđ fyrstu spurningunni, Hvernig finnst ţér hafa tekist međ stjórnun Vatnajökulsţjóđgarđs?, er: Í engu tilviki í minni tíđ í ţessu stjórnkerfi veit ég til ţess ađ neinn fulltrúi sveitarfélags hafi tekiđ afstöđu á móti náttúruvernd. Allir voru í ţeim gír ađ ná sem lengst međ ţjóđgarđinn, byggja hann sem best upp, međal annars međ ráđningu fagfólks, og ađ ná sáttum um stór mál og smá. Međ ţessu fyrirkomulagi tóku sveitarfélögin talsverđa ábyrgđ á ţjóđgarđinum sem hefur skipt mjög miklu máli. Sjálfsagt mismikla og hugsanlega ekki alltaf gert rétt, ţótt mér takist reyndar ekki ađ rifja upp neina alvarlega ranga ákvörđun svona í fljótheitum. En ţađ sem mestu skiptir er ađ stofnun á borđ viđ Umhverfisstofnun var ekki milliliđur milli ráđuneytis og stjórnar ţannig ađ heimafólk á svćđunum fékk ađ hafa áhrif. Hér rćđur líka miklu ađ Umhverfisstofnun hefur ekki heldur tiltrú margra okkar sem eru í náttúruverndarhreyfingunni. Og ţađ má ekki hćtta árangrinum međ ţví ađ búa til nýja stofnun sem kannski hefđi enga tiltrú.

Svo er spurt Myndir ţú vilja leggja til breytingar á núverandi fyrirkomulagi stjórnunar Vatnajökulsţjóđgarđs? Ef svo er, hverjar ćttu ţćr ađ vera og af hverju? Ég legg til ađ gerđar verđi minni háttar breytingar sem gćtu styrkt núverandi stjórnarfyrirkomulag:

·         Ađ ţađ verđi skođađ hvort ţađ komi til greina ađ ţađ verđi starfsstöđ í Rangárvallasýslu, sambćrileg viđ Mývatnssveit og Höfn, ţađ er starfsstöđ númer tvö á sama svćđi, starfsstöđ međ sérfrćđingum en ekki ţjóđgarđsverđi.

·         Ađ ráđherra skipi ađeins formann en ekki varaformann án tilnefningar og ađ fulltrúi útivistarfélaga fái ţannig atkvćđisrétt í sjö manna stjórn. Ráđherra gćti valiđ varaformann stjórnar úr hópi fulltrúa sveitarfélaga eđa ćtlađ sveitarfélögunum ađ velja hann. Eđa varaformannssćtiđ róteri á milli svćđa. Róttćkara vćri ađ sveitarfélögin veldu fulltrúa til ađ vera formađur og ráđherra skipađi ađeins einn fulltrúa án tilnefningar.

·         Ađ ţađ verđi tryggt ađ framkvćmdastjóri sem stjórn er heimilt ađ ráđa hafi ađsetur á einni af lögbundnum starfsstöđvum ţjóđgarđsins. Ţađ er aldeilis óţarft ađ ţađ sé sérstök starfsstöđ í Reykjavík og var raunar langtímafrekasta verkefni í stjórninni ţann vetur sem ég sat ţar ađ rćđa flćkjustigiđ sem af ţví hlaust. Ţađ er samt mikilvćgt og lýđrćđislegt ađ enginn einn stađur verđi gerđur ađ formlegum höfuđstöđvum ţjóđgarđsins. Ef framkvćmdastjóri stjórnar verđur stađsettur á einhverri starfsstöđ gćti ţađ vissulega orđiđ lögheimili á međan svo er.

 

Ţessi hugleiđing verđur send starfshópnum sem skipađur er Jóni Geir Péturssyni, formanni, umhverfis- og auđlindaráđuneyti, Dađa Má Kristóferssyni, dósent viđ Háskóla Íslands, og Gunnţórunni Ingólfsdóttur, sveitarstjóra Fljótsdalshrepps, tilnefndri af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Reykjavík, 8. mars 2013


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband