Einkavæðing skólakerfisins á blússandi ferð

Fréttir hafa borist af því að Hjallastefnan muni nú reka leik- og grunnskóla á Miðnesheiði. Hún er einkafyrirtæki sem rekur skóla á leik- og grunnskólastigi og eru þeir einkum þekktir fyrir hópaskiptingu eftir kyni, en leggja reyndar áherslu á margt fleira í sinni uppeldisfræði sem er að nokkru byggð á femínískum grunni. Þetta er af yfirvöldum þar syðra talið mikið framfaraspor í menntun en svo varð hann svolítið vandræðalegur í útvarpsfréttunum áðan, sjálfstæðisbæjarstjórinn Árni Sigfússon í Reykjanesbæ og mundi eftir að segja "að það væru reyndar mjög góðir leik- og grunnskólar alstaðar í Reykjanesbæ". Nú er spurning hvort útbreiðsla Hjallastefnunnar er út af uppeldismarkmiðum hennar eða hvort hún er notuð sem það einkafyrirtæki sem ræður við að reka skóla? Það hafa nefnilega fleiri reynt og ekki alltaf tekist, sbr. Íslensku menntasamtökin og skólana í Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Af hverju þarf að kalla Hjallastefnuna til ef skólarnir sem reknir eru af sveitarfélaginu eru góðir? Er það til að einkavæða - til að einkavæða?
mbl.is Samið um uppbyggingu leik- og grunnskóla á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Að sjálfsögðu er verið að nota Hjallastefnuna til að einkavæða, einkavæðingarinnar vegna. 

Jóhannes Ragnarsson, 8.8.2007 kl. 20:45

2 identicon

Er það svo?? Eru sveitarfélögin ekki bara smátt og smátt að efla og auka við valkostum fyrir foreldra. Viljum við ekki geta valið um hvers konar menntun við kjósum fyrir börnin okkar eins og varðandi allt annað í lífinu?? Sé engan mun þar á... enda er Hjallastefnan all merkileg hugmyndafræði sem virkar og sinnir kröfum barna og foreldra og það er svo frábært :-)

sara Dögg 8.8.2007 kl. 20:57

3 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Það er alltaf spennandi þegar eitthvað nýtt er að gerast í skólamálum.  En hvernig fór þetta allt fram.  Var haft samband við Hjalla og síðan gerður samningur eða var útboð?  Þetta fór fram hjá mér.  Það sem fór hins vegar ekki fram hjá mér var að Magga Pála sagði að lítið mál hefði verið að manna stöðurnar, og færri komist að en vildu.  Þá spyr ég er það vegna betri launa eða eru svo margir sem er spenntir fyrir þessari hugmyndafræði sem skólinn byggir á?

Rósa Harðardóttir, 8.8.2007 kl. 21:17

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Rósa: Ég talaði á námstefnu Hjallastefnunnar í fyrra þar sem var alveg sérstaklega góð stemmning meðal kennara og starfsfólks. Það spyrst áreiðanlega út og hefur sitt að segja. Á annarri ráðstefnu sama haust, Samtaka áhugafólks um skólaþróun í Ingunnarskólar, töluðu Margrét Pála og Matthías Matthíasson frá Hjallastefnunni um áhugaverðar leiðir til að meta fjölbreyttari þætti náms en kunnáttu í námsgreinum.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.8.2007 kl. 21:35

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Nánar tiltekið hét erindi MPÓ og MM Tilraunir Hjallastefnunnar til námsmats þar sem félagsstyrkur og einstaklingshæfni er metið til jafns við lestur og stærðfræði og var haldið á ársþingi 2006 hjá áðurnefndum samtökum. Mjög áhugavert framtak. En breytir akkúrat engu um áhyggjur mínar af einkavæðingu skólakerfisins. 

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.8.2007 kl. 21:38

6 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Takk fyrir þetta Ingólfur.  Ég hef sjálf hlustað á Möggu Pálu á nokkrum ráðstefnum og finnst margt gott um það sem hún hefur að segja.  Sérstaklega um drengi í skóla. Ég hef reyndar áhuga á þessu sérstaka erindi sem þú nefndir því námsmat er mér hugleikið þessa stundina.  En hvers vegna ekki að einkavæða? Það sem hefur rekið fólk út í einkaframtakið er eflaust að þar getur það betur fylgt eigin hugsjónum og látið hlutina ganga upp.  Það er einhverra hluta vegna hægt að bjóða betri kjör og því velja inn það fólk sem þú telur að þjóni starfinu best.  Er það ekki einmitt sem þarf núna. Í dag er erfitt að ráða kennara og skólastjórar hafa ekkert að bjóða.  Ekki hærri laun og í mörgum skólum óviðunandi vinnuaðstöðu. Ekki þar með sagt ég sé fylgjandi einkavæðingu því það skerðir jafnrétti til náms.   

Rósa Harðardóttir, 8.8.2007 kl. 22:33

7 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Sæll og blessaður Ingólfur. Ætli það sé ekki rétt hjá þér að Hjallastefnan sé það fyrirtæki sem gangi best að reka skóla. Ég hef svo sem ekki fylgst með þessu. En það er flott að fólki á þessu svæði gefst nú kostur á að velja skóla fyrir börn sín. Reyndar hélt ég nú að það væri fyrir leikskóli á þessu svæði sem inni eftir Hjallastefnunni, en mér gæti skjátlast í því efni, en ef það er rétt hjá mér er hann sennilega rekinn af sveitarfélaginu. En ég er svo sem ekki hissa að það hafi gengið vel að manna hjá Möggu Pálu. Fólk hrífst af starfsumhverfi þar sem mikil gróska er og sækir þangað. Gott orðspor spyrst fljótt út og það hefur líka löngum verið þannig með okkur leikskólakennarana að við sækjum þangað þar sem er að finna  góða fagþekkingu og metnað, og það á við um Hjallastefnuna. 

B.kv. 

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 9.8.2007 kl. 01:08

8 Smámynd: Halla Rut

Endilega einkavæða leikskóla því svo mikið er víst að ekki er verið að reka þá með sóma í dag. 

Halla Rut , 9.8.2007 kl. 16:27

9 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Bendi á tengda færslu kollegu minnar Kristínar Dýrfjörð þar sem hún greinir á milli hugsjónaeinkaskóla og einkaskóla sem eru reknir gróðans vegna. Ég hef hingað til talið Hjallaskóla meðal þeirra fyrrnefndu, og geri enn, en Kristín bendir á að það kunni að vera breytast, þótt svo ég telji að fjöldi skóla geti varla verið mælikvarði á það. Kannski umfang fyrirtækisreksturs sé varúðarmerki í þessum efnum.

Vil reyndar fara aðra leið en þú, Halla, ef skólarnir standa sig ekki - og ætlast til þess að þeir geri það. Ég vil að samfélagið sé samábyrgt fyrir því að skólar séu góðir og þar sé öllum börnum sinnt af fagmennsku og umhyggju, sjá m.a. grein og aðra grein og enn meira efni á vefsíðu minni. Fjölgun einkaskóla er slíkt varúðarmerki - en sem betur fer þá er margt að gerast í hinu opinbera skólakerfi. Sjá m.a. Samtök áhugafólks um skólaþróun sem halda tvær til þrjár ráðstefnur á ári, þá næstu núna eftir helgina um útikennslu.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.8.2007 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband