Hvalkjöt og markaðssetning

Við þurfum varla að bíða lengi eftir því að Kristján Loftsson svari fyrir sig og bendi á einhverja veikleika í málflutningi Árna. Sem ég er nú hræddur um miðað við þekkingu Árna á þessum málefnum að séu fáir.

Í greininni kemur fram að hvalkjöt sé gefið elliheimilum og leikskólum í Japan, það er stöðum þar sem viðkomandi einstaklingar fá ef til vill takmörkuðu sjálfir að ráða um matseðilinn. Annars dreymdi mig í nótt að einhver væri að plata mig til að borða hvalkjöt. Hvort kjötið í draumnum var langreyðarkjöt eða ekki, það veit ég ekki. En veit að hrefnukjöt fæst í matvörubúðum í flottum umbúðum. Vonandi dettur engum í hug að fara að gabba stofnanir til að kaupa hvalkjöt til að reiða fram í mötuneytum elliheimila og skóla.

Viðbót: Fannar frá Rifi bendir á hér fyrir neðan að hvalveiðar séu náttúrulegar. Því miður er það ekki einhlítt: Þær eru stundaðar á skipum sem nota olíu. Og hvernig er aðferðin við að lóga þeim? Hvað er gert við innyflin sem gera verið býsna stór? Nú er ég að vísu búinn að gleyma sumum þáttum dýrafræðinnar og man ekki nákvæmlega hvað allir hvalir éta. En í millitíðinni eftir að ég gleymdi barnaskóladýrafræðinni lærði ég smávegis í vistfræði, til dæmis það að hvalir eiga það til að vera ofarlega í fæðukeðjunni og þannig margfaldast eiturefni sem því miður eru til staðar í sjónum. Skv. Wikipedia: Aðalfæða hér við land er svifkrabbadýr einkum ljósátan náttlampi. Langreyður étur einnig uppsjávarfisk, loðnu og sílategundir.

Því miður eru útreikningar um hvort hvalveiðar "borgi sig" ekki gerðir eins. Ferðaþjónustan óttast mjög sinn hag ef hvalirnir sem voru sýndir túristum eru veiddir eða fældir á brott.


mbl.is Segir sölu á hvalkjöti kosta mikið fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

vaaaá hvað hvalfriðunar sinnar eru þykkir. ef þessar veiðar standa ekki undir sér, þá er þeim sjálf hætt. ef allt það sem Árni Finnsson er að segja um útfluttning á hvalkjöti sé rétt þá væri óarðbært að veiða og vinna hval og fyrirtækið væri farið á hausinn. þanni að ef þetta er rétt þá getur Árni bara beðið þangað til.

en það sem sannar að Árni Finnsson er annað hvort að ljúga eða veit ekkert um þetta, er að hann er stöðugt að koma fram með þessar yfirlýsingar. eins og hann sé hræddur um að hvalveiðarnir í raun borgi sig og muni geta starfað um ókomna framtíð. það er nefnilega málið. 

öfgasinnaðir umhverfissinnar hafa verið óhræddir við að falsa gögn eða ljúga til að koma málstað sínum á framfæri. sum hafa tekið upp aðferðir hryðjuverkasamta. sökkva skipum, kasta sýru á veiðimenn, negla stálfleygum inn í tré svo að skógarhöggsmenn örkumlist þegar þeir saga þau og svona mætti lengi telja.  

Hvalveiðar eru náttúrulegar og hvalir sem veiddir eru við Ísland eru ekki i útrýmingarhættu. öll rök hvalfriðunar sinna eru tilfinningaklám. 

Fannar frá Rifi, 3.9.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Fannar

Hvalveiðar eru ekki mjög náttúrulegar. Þær eru stundaðar á skipum sem nota olíu. Og hvernig er aðferðin við að lóga þeim? Hvað er gert við innyflin sem gera verið býsna stór? Nú er ég að vísu búinn að gleyma sumum þáttum dýrafræðinnar og man ekki nákvæmlega hvað allir hvalir éta. En í millitíðinni eftir að ég gleymdi barnaskóladýrafræðinni lærði ég smávegis í vistfræði, til dæmis það að hvalir eiga það til að vera ofarlega í fæðukeðjunni og þannig margfaldast eiturefni sem því miður eru til staðar í sjónum.

Því miður eru útreikningar um hvort hvalveiðar "borgi sig" ekki gerðir eins. Ferðaþjónustan óttast mjög sinn hag ef hvalirnir sem voru sýndir túristum eru veiddir eða fældir á brott.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.9.2009 kl. 11:46

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

þannig að þú vilt banna alla framleiðslu og neyslu á kjötvörum í heiminum og banna notkun á farartækjum öðrum en hestum?

hefurðu heyrt talað um bræðslu? þegar hvalveiðar eru stundaðar í fullumæli eru ekki einu sinni beinin eftir. 

Ingólfur. Skíðhvalir eru beljur og rollur hafsins. ofvaxnar beljur og rollur. eru á samastað og þær í vistkerfinu. 

Ferðaþjónustan er einhver mest ríkistyrkta atvinnugrein landsins. að þeir fari að tala um að eitthvað annað borgi sig ekki kemur úr mjög harðri átt. 

Ef þú ert hlynntur því að mannkynið eti kjöt þá hefurðu engin rök gegn hvalveiðum önnur en einhver sem byggja á tilfinningaklámi í ætt við talandi dýrin frá Disney. 

Fannar frá Rifi, 3.9.2009 kl. 12:36

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

og varðandi Túristana. Skelltu þér niðreftir á Sægreifan og fylgstu með því hverjir það eru sem koma þar inn. sérstaklega eftir að hvalskoðnunarskipin koma í land.

Fannar frá Rifi, 3.9.2009 kl. 12:37

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Allur iðnaður notar olíu í einhverju mæli, skil ekki hugmyndina um náttúrulegt eldsneyti, allt eldsneyti sem við notum er náttúrulegt.

Hægt að spyrja á móti; hvernig komst mjólkin í fernuna í búðinni?

Gætir spurt verslunarstjórann í búðinni sem selur lambakjötið, hvar eru innyflin? Hvernig var dýrinu lógað?

Færð alltaf sama svarið, hvað sem dýrið heitir.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.9.2009 kl. 12:42

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Fannar, mér finnst kjöt ósköp gott, en mér er líka ljós sú vistfræðilega staðreynd að við værum betur sett með því að borða minna kjöt og meira af gróðrinum.

Hvalaskoðun og hvalveiðar eru í samkeppni hver við aðra - og hvor atvinnugreinin er sjálfbærari? Ef það er æskilegt keppikefli?

Og það er ósköp leiðinlegt þegar gagnrýni á hvalveiðar er kölluð "klám", "tilfinningaklám"

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.9.2009 kl. 12:43

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sindri, ég bý að því að vita hvernig lömbum er lógað, og ég veit líka á hverju lömbin sem ég kaupi kjötin af eru meðhöndluð og hvernig mæðurnar eru fóðraðar. Vissi enn meira um þetta ég var að alast upp á sveitabæ.

Nú er komin stór jarðgerðarstöð í Eyjafirði sem á að taka innyflin og breyta þeim í jarðveg. Það er framför.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.9.2009 kl. 12:47

8 identicon

Gaman að lesa þessar sendingar sem héreru, þó er það miður hvað mönnum er tamt að nota stór orð. Sjálfur vona ég að hvalv- og hrefnuveiðar beri sig, kjöt af hvorutveggja er frábærlega gott. Hrefnukjötið sem nú er í verslunum er gott á grill og líka hrátt. Þegar hvalveiðar voru stundaðar hér á árum áður var skeppnan fullnýtt, ekkert fór til spillis, annað hvort í bræðslu eða beinamjöl, líkt og gert er í flestum sláturhúsum. Hvers vegna ættu hvalveiðar og hvalaskoðun ekki að geta gengið hvort í sínu lagi eða jafnvel saman. Hversvegna ekki að taka næsta skref, hvalaskoðun og að henni lokinni grillveisla þar sem boðið er uppá hvalkjöt. Ég sé ekkert athugavert við það. Ég hef boðið fólki uppá hvalkjöt sem sagði fyrrirfram að það findi alltaf bragð af hvalkjöti, en það stóðst bara ekki. Jón Kr. heitin sagði það vitleysu að sleppa Keiko, þar hefði farið kjöt sem nota hefði mátt í tugþúsundir kjötbolla og senda til þjóða þar sem hungurneyð væri ríkjandi.

Kjartan 3.9.2009 kl. 13:33

9 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Kjartan

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.9.2009 kl. 15:20

10 identicon

Hvalbátarnir nota gufuvélar held ég ábyggilega og nota því ekki olíu.

Tískutappi 3.9.2009 kl. 18:24

11 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég skal taka upp hanskann fyrir Ingólf og benda Tískutappanum á að olía er notuð til þess að kynda katlana. Breytir því ekki að olía er náttúruauðlind og náttúrulegur orkugjafi í alla staði. Með því að nota olíu til að búa til gufu sem síðan er notuð sem aflgjafi er verið að sóa orku. Gufuvélarnar í hvalbátunum eru hentugri vegna minni hávaðamengunar, það er eina ástæðan fyrir notkun þeirra.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.9.2009 kl. 21:33

12 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið og ábendinguna, Sindri

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.9.2009 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband