Frjálshyggjan í gervi OECD ekki af baki dottin

Mér heyrast tillögur OECD benda til þess að stofnunin hafi fremur lítið lært af íslenska fjármálahruninu þar sem lítt heft frjálshyggja fékk að ráða yfir bankakerfinu. Við þurfum að byggja upp almannaþjónustuna og fá betri erlend ráð, sem innlend, en við fáum þegar mælt er með meiri einkavæðingu, meiri samkeppni og sjúklingasköttum. (Nú kann að vera að í nýrri skýrslu OECD sé eitt og annað gott en ég hef bara heyrt um viðsjárverð ráð um meiri einkavæðingu, niðurskurð og sjúklingaskatta í heilbrigðiskerfinu, auk ráðs um launalækkun opinbers starfsfólks.)
mbl.is OECD oflofaði íslenskt fjármálakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú skoðar á öðrum stað í sömu skýrslu þá var OECD búið að spá fyrir um áframhaldandi fall krónunar og benda á að 2 stærstu hætturnar í Íslensku fjármálaumhverfi væru efnahagshrun og fall krónunar í tengslum við erlendar skildir, sem var akkúrat það sem gerðist:

The major risk to the outlook is a harder landing of the economy associated with a sharp further correction in the exchange rate – which is assumed to remain constant at the level of early May in the Secretariat projections – in the face of a still sizeable current account deficit. Net external debt is already easily the highest among OECD countries, leaving the economy more exposed to exchange rate volatility (Figure 1.5).

Fransman 3.9.2009 kl. 11:07

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir ábendinguna, Fransman. Það er frábær ábending á heimasíðu Ögmundar Jónasson, ogmundur.is, um OECD: http://ogmundur.is/fra-lesendum/nr/4743/

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.9.2009 kl. 11:32

3 identicon

Þessi "frábæra" ábending er eins og ef einhver sleikti bara saltið af matnum sínum og segði hann síðan of saltan til að borða.

Skýrsla OECD er "úttekt", fjármálaherfið Íslenska var raunverulega "prosperous and flexible" árið 2006, en það verður að lesa aðvarirnar einnig til að fá heildarmyndina.

Ekki bara koma og kvarta þegar fólk er búið að fá í magann eftir að hafa bara sleikt rjómann af öllum rjómatertunum.

Fransman 3.9.2009 kl. 11:59

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Og hverjir sleiktu rjómann - og hverjir saltið? Í gróðærinu

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.9.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband