Haltu áfram, Gísli

Tillögur Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda, eru málefnalegar. Vonandi verður á þetta látið reyna - og ég skora á ríkisstjórnina að taka þetta mál upp. Á að bíða eftir því að fólk verði gjaldþrota eða fari í greiðsluaðlögun og þurfi tilsjónarmann? Aðgerðir sem afnema áhrif gengistryggingar lána, að hluta eða alveg, gætu einmitt komið í veg fyrir gjaldþrot. Einnig þarf að huga að áhrifum hækkunar vísitölu á almenn lán.

Það hefur oft verið nefnt að slíkar aðgerðir gætu verið kostnaðarsamar - en er ekki kostnaðarsamara og sársaukafullar að fólk verði gjaldþrota?


mbl.is Voru gengisbundin lán bönnuð samkvæmt lögum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband