Endurheimt votlendis í Framengjum og Nautey

Fyrirlestur og myndasýning

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, formaður SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, segir frá lokun skurða í Framengjum og Nautey á árunum 2003–2005. Framkvæmt var í því augnamiði að færa vatnabúskap sem næst fyrra horfi og til að stöðva breytingar á votlendisgróðri. Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, og Bergþóra Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, stýra fundi.

Dagsetning: 19. júlí 2009 kl. 20:30. Staðsetning: Sel-Hótel Mývatni, Skútustöðum, 2. hæð.  Kaffiveitingar. - Fyrir fundinum standa: SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi; Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn; Umhverfisstofnun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband