Teljast þá Þeistareykir raskað svæði?

Þar með hlýtur Gjástykki að vera öruggt nema vegarslóð teljist röskun, en Þjórsárver ekki þar sem þau eru raskað svæði. En hvað með Þeistareyki? Engin virkjun hefur verið gerð þar enn þá - en rannsóknarboranir fengu brautargengi í úrskurði umhverfisráðherra í vor. Og hvað með Leirhnjúk? Og gott væri að læra af reynslunni með ruðningsáhrif stóriðjuframkvæma áður en byrjað er á nýjum.


mbl.is Sömdu um málamiðlun í stóriðjumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Já, en aðstæður eru núna aðrar svo þetta er allt í lagi. Krónan féll og verðbólgan fór af stað, svo það er allt í lagi að virkja hvað sem er. Kosningaloforðin verða ekki svikin, þau eiga bara ekki við lengur. Allir ánægðir.

Villi Asgeirsson, 15.7.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Las þetta fyrr í dag.. Þeistareykir eru einn af mínum uppáhaldsstöðum. Fáir þekkja staðinn. Í mínum huga perla.  Bróðir minn er í forsvari fyrir að eyðileggja þessa perlu.  Því miður. Þekkir þú staðinn?

Hólmdís Hjartardóttir, 16.7.2008 kl. 01:58

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæl Villi og Hólmdís. Hólmdís, því miður hef ég aldrei komið að Þeistareykjum en þegar talað er um hvort maður þekkir stað er það býsna afstætt því að ég "þekki" hann af afspurn kunnugra og af lestri margvíslegra skýrslna. Vitaskuld verður svo sjón sögu ríkari

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.7.2008 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband