10 ára afmæli Netlu og 70 ára afmæli Ólafs J. Proppé

Í vefritinu Netlu birtist í dag greinin "Grunnþættir menntunar í aðalnámskrá og fagmennska kennara. Hugleiðing til heiðurs Ólafi J. Proppé" - í tilefni af sjötugsafmæli hans.

 

Í greininni er fjallað um hvaða áhrif má ætla að hugmyndir um svokallaða grunnþætti menntunar í aðalnámskrá fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, sem kom út árið 2011, hafi á hlutverk kennara og fagmennsku þeirra. Lagt er út af grein sem Ólafur J. Proppé skrifaði árið 1992 um fagmennsku kennara og skólastarf. Því er haldið fram að flestir þeir þræðir sem Ólafur vefur í greininni birtist í grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár. Á báðum stöðum er horft til samtímans sem framtíðarinnar, inn í skólann og út fyrir veggi hans til samfélagsins. Lögð er áhersla á að hlutverk kennara sé að taka frumkvæði að breytingum á skólastarfi sem stuðli að því að nemendur verði virkir þátttakendur. Ekkert af þessu er mögulegt án þeirrar fag-mennsku og faglegrar ábyrgðar kennara á starfi skólanna sem Ólafur hvatti svo mjög til í sinni grein.

 

In English the article‘s name is „Basic ideals of education and teacher professionalism: Some thoughts in the honor of Ólafur J. Proppé“. Abstract: This article lays out how the socalled basic ideals of education, as defined in the 2011 national curriculum for early childhood, compulsory, and upper secondary schools in Iceland, may have on the role and professionalism of teachers. The discussion is framed around an article Ólafur J. Proppé wrote in 1992 on teacher professionalism and schools. It is argued that most of the threads woven by Ólafur in that article are apparent in the basic ideals of the new curriculum. Both focus on the present as well as the future; both look at school activity as well as the relationship between schools and community. Emphasis is placed on the role of teachers to work towards social change and prepare students for an active participation. None of this is possible without the professionalism and professional responsibility that Ólafur in his article encourages so much.

Greinina má lesa hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband