Hetjur nútímans

Ný grein: Hetjur nútímans: Orðræða prentmiðla um afreksíþróttafólk

Höfundar: Guðmundur Sæmundsson, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Birtingarvettvangur: Íslenska þjóðfélagið, 2. árg., 1. hefti, bls. 91-117
Vefslóð: http://www.thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/32

Ágrip á íslensku og ensku

Íþróttir eru aðaláhugamál verulegs hluta íslensku þjóðarinnar, a.m.k. ef marka má umfjöllun um þær í fjölmiðlum. Þrátt fyrir smæð þjóðarinnar hefur íslenskt íþróttafólk staðið sig vel á stórmótum erlendis og jafnvel unnið til verðlauna. Í greininni er fjallað um niðurstöður greiningar á umfjöllun prentmiðla sl. sextíu ár um íslenskt afreksíþróttafólk. Markmið greiningarinnar var að komast að því hvað sé sameiginlegt í þessari orðræðu, hvernig orðræða prentmiðlanna hefur þróast og hvort hún sé breytileg eftir hópum íþróttafólks. Notað var verklag sem kallast orðræðugreining. Tvennt skar sig úr í niðurstöðum greiningarinnar: Annars vegar er það þjóðernið og það þjóðernisstolt sem fylgir því að eiga fulltrúa á alþjóðavettvangi afreksíþróttanna. Hins vegar er það hetjuskapurinn og afreksmennskan sem íþróttafréttafólki er mjög tíðrætt um. Aðrar athyglisverðar niðurstöður eru að orðræðan um einstakar íþróttagreinar virðist mjög svipuð að innihaldi þótt magnið sé misjafnt. Ákveðin þróun virðist vera í orðræðunni á því sextíu ára tímabili sem hún tekur til þannig að hún verði ýktari og stóryrtari. Einnig sýnir rannsóknin fram á að valdið í íþróttaorðræðunni er samspil fjölmiðla, íþróttaheimsins og samfélagsins.

Sports constitute the main interest of a significant percentage of the Icelandic nation, when assessed on the basis of media coverage. In spite of the nation´s small population, Icelandic athletes have been successful at major sports events abroad and have even brought medals and trophies home. The article deals with the conclusions of an analysis of printed media coverage relating to elite Icelandic athletes. The aim of the analysis is to discover which elements are shared in this coverage, how it has developed in the print media and whether it varies from one group of athletes to another. The research method was based on so-called discourse analysis. Two aspects were conspicuous: On the one hand, there is the concept of nationality and national pride attached to having a representative among the elite group of international athletes. On the other hand, sports reporters tend to focus on heroism and achievement. Other conclusions include that coverage relating to individual sports appears to contain similar elements, although it varies in amount of coverage. Developments during the 60 year period under investigation show coverage becoming more exaggerated and hyperbolical. This research also shows that the coverage is controlled by an interaction between the media, the world of athletics and society in general.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband